Bæjarráð Fjallabyggðar

269. fundur 04. september 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Erindum vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2013

Málsnúmer 1203056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram til samþykktar fjárhagsáætlunarferli og tímasetningar fyrir fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013, dags. 20.08.2012. Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.

2.Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1207025Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga, dags. 24. ágúst 2012. Eftirlitsnefndin óskar eftir upplýsingum um hvernig bæjarstjórn hyggst ná viðmiðun 1. töluliðar 2.mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Með bréfi bæjarstjóra frá 30. ágúst er óskað eftir fresti til 18. október til að skila inn umbeðnum upplýsingum.

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu og er Fjallabyggð veittur frestur til 15. nóvember.

3.Rekstraryfirlit 30. júlí 2012

Málsnúmer 1208089Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til og með júlí. Heildarniðurstaðan er jákvæð.

Lagt fram framkvæmdayfirlit, en þar kemur fram að búið er að framkvæma og greiða um 184 m.kr., en eftir er að framkvæma fyrir um 155 m.kr.

4.Sjálfbært samfélag í Fljótum

Málsnúmer 1208076Vakta málsnúmer

Trausti Sveinsson bóndi Bjarnargili óskar eftir styrk að upphæð 1 m.kr. til að fjármagna verkefnastjórnun við verkefnið "sjálfbært samfélag í Fljótum".

Bæjarráð hafnar beiðninni.

5.Sorpmóttaka Siglufirði - opnun tilboða

Málsnúmer 1208033Vakta málsnúmer

Tilboð um vinnu við Gámasvæði á Siglufirði við Berg ehf. lagt fram til samþykktar.

Áætlaður kostnaður við verkið er kr. 10.658.800 - eða um 107.3 % af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir fram komið tilboð.

6.Þjónustusamningur vegna skólamáltíða 2012-2013

Málsnúmer 1208022Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur við Allann ehf. á Siglufirði.

7.Almenningssamgöngur á vegum Eyþings

Málsnúmer 1112060Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur.

8.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 14/9 2012

Málsnúmer 1208091Vakta málsnúmer

Starfshópur Akraneskaupstaðar boðar til landsfundar föstudaginn 14. september n.k. á Akranesi.

Lagt fram til kynningar.

9.Samningur um rekstur og umsjón tjaldsvæða á Siglufirði sumarið 2012

Málsnúmer 1206001Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð um rekstur og umsjón með tjaldsvæðum á Siglufirði í sumar.

Bréfritarar óska eftir því að taka verkið að sér næsta sumar. Bæjarráð tekur vel í þá hugmynd.

Ýmsum ábendingum um lagfæringar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

10.Göngur og réttir í Ólafsfirði

Málsnúmer 1208093Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sveinbirni Þ. Sveinbjörnssyni um hugmyndir hans um að byggja nýja fjárrétt miðsvæðis.

Ekki er gert ráð fyrir að bæjarfélagið byggi fjárrétt á næstunni".

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006

Málsnúmer 1208092Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og tekur bæjarráð jákvætt í framkomin drög að frumvarpi um framlengingu svonefnds B- gatnagerðargjalds sem heimilt hefur verið að leggja á lóðir sem úthlutað var fyrir 1. janúar 1997.

Bæjarráð felur tæknideild bæjarfélagsins að svara framkomnum spurningu frá lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

12.Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði

Málsnúmer 1203024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundagerðir nr. 13 og 14.

Fundi slitið - kl. 19:00.