Bæjarstjórn Fjallabyggðar

262. fundur 25. september 2025 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að taka til afgreiðslu með afbrigðum fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar frá 25.september sem og Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar til síðari umræðu í samræmi við bókun síðasta fundar bæjarstjórnar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að taka til afgreiðslu með afbrigðum fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar frá 25.september sem og endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar til síðari umræðu.

Bæjarstjóri greindi frá fundargerðum bæjarráðs sem teknar eru fyrir á fundinum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 890. fundur - 18. september 2025

Málsnúmer 2509005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 2 sem er sérstakur dagskrárliður á fundi bæjarstjórnar.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 2 sem er sérstakur dagskrárliður á fundi bæjarstjórnar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 891. fundur - 25. september 2025

Málsnúmer 2509011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og er borin upp í heild sinni.

Til máls tóku Guðjón M. Ólafsson, S.Guðrún Hauksdóttir og Arnar Þór Stefánsson.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 15. september 2025.

Málsnúmer 2509009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 6 sem er sérstakur liður í dagskrá fundar bæjarstjórnar.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 6 sem er sérstakur dagskrárliður á fundi bæjarstjórnar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17. september 2025.

Málsnúmer 2509008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum og er tekin fyrir í heild sinni að undanskildum liðum 1, 2 og 3 sem bornir eru upp sérstaklega.

Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum liðum 1, 2 og 3 sem bornir eru upp sérstaklega samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • 4.1 2505032 Gránugata 13B - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17. september 2025. Formaður víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Arnar Þór Stefánsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Bæjarstjórn staðfestir tillögu nefndarinnar um óverulegar breytingar á deiliskipulagi hafnasvæðis Siglufjarðar með 6 atkvæðum.
  • 4.2 2509033 Fljótagöng - breyting á aðalskipulagi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17. september 2025. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu nefndarinnar um að tillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna Fljótaganga verði kynnt í samræmi við skipulagslög.
  • 4.3 2509034 Fljótagöng - breyting á deiliskipulagi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17. september 2025. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt í samræmi við 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu nefndarinnar um að tillaga um breytingu á deiliskipulagi vegna Fljótaganga verði kynnt í samræmi við skipulagslög.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 18. september 2025

Málsnúmer 2509006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkar markaðs- og menningarfulltrúa fyrir góð störf undanfarin ár og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum.

Fundargerðin í heild sinni samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Framkvæmda-, hafna- og veitunefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 22. september 2025

Málsnúmer 2509007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 1 sem er sérstakur dagskrárliður á fundi bæjarstjórnar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, S.Guðrún Hauksdóttir og Arnar Þór Stefánsson.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 1 sem er sérstakur dagskrárliður á fundi bæjarstjórnar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Knatthús í Fjallabyggð

Málsnúmer 2508022Vakta málsnúmer

Í samræmi við samþykkt um breytingu á "Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023 - 2035" leggur bæjarstjóri til að hafist verði handa við undirbúning á útboði á 72x50 m knatthúsi í Ólafsfirði, breytingu á skipulagi sem nauðsynlegt er og að heimild verði gefin til fjármögnunar á verkefninu með lántöku á hagstæðum kjörum.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson, Guðjón M. Ólafsson og S.Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu um að hafist verði handa við undirbúning á útboði á 72 x 50 m knatthúsi í Ólafsfirði, breytingu á skipulagi sem nauðsynleg er og veitir bæjarstjóra heimild til þess að óska eftir tilboðum í lánveitingu til að fjármagna verkefnið. Bæjarstjórn leggur áherslu á að nauðsynleg gögn til útboðs, breytingu á skipulagi og til lántöku verði hraðað þannig að hægt verði að setja verkefnið af stað með það að markmiði að það verði framkvæmt á árinu 2026.

8.Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu á "Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023-2035" sem staðfest hefur verið af Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Eftirfarandi tillaga að breytingu er borin upp til staðfestingar bæjarstjórnar:

"Tillaga að breytingu á stefnumótuninni er við lið 3, "Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar innanhúss og utan" og breytist forgangsröðun uppbyggingar þannig að liður 3.1. verði:

"Byggja upp góða heilsárs æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í Ólafsfirði með byggingu knatthúss að stærðinni 50 x 72 m auk uppbyggingar á keppnisaðstöðu á núverandi grasvelli".

Jafnframt verði breyting á þá leið varðandi uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Ólafsfirði að markmiðið verði að "Knatthús að stærðinni 50 x 72 m verði byggt í Ólafsfirði fyrir ársbyrjun 2027".

Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Helgi Jóhannsson.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á “Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023 - 2035" og felur bæjarstjóra að uppfæra upplýsingar og birta uppfærðar á heimasíðu Fjallabyggðar.

9.Svæðisbundið farsældarráð Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2508008Vakta málsnúmer

Fyrir liggja samningsdrög um samstarf um farsældarráð Norðurlands eystra og beiðni um tilnefningu á aðal - og varamanni Fjallabyggðar í ráðið.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög um samstarf sveitarfélaga um farsældarráð Norðurlands eystra og tilnefnir jafnframt sviðsstjóri velferðarsviðs Fjallabyggðar sem aðalmann í ráðið og deildarstjóra félagsþjónustu sem varamann.

10.Innkaupareglur yfirferð og endurskoðun

Málsnúmer 1810123Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að uppfærðum innkaupareglum og innkaupastefnu Fjallabyggðar í samræmi við bókun framkvæmda-, hafna- og veitunefndar frá 22.september.

Til máls tók Helgi Jóhannsson.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi innkaupareglur og innkaupastefnu Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra að auglýsa reglurnar.

11.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 4.september s.l. var eftirfarandi tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar samþykkt í fyrri umræðu og henni vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn:

„47.grein samþykkta um stjórn Fjallabyggðar breytist á þann veg að út fellur núverandi ákvæði D-5 sem er svohljóðandi:

5. Barnaverndarþjónusta á Mið-Norðurlandi. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, sbr. auglýsingu nr. 1627/2022, fer sveitarfélagið Skagafjörður með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru falin öðrum.

Í stað þess kemur nýtt ákvæði D-5 sem verði svohljóðandi:
5. Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt skv. 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem ekki eru falin öðrum.„
Samþykkt
Framlög tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum í síðari umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:00.