Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Með fundarboði bæjarstjórnar fygldu drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Á 249. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn Fjallabyggðar. Drögin voru lögð fram til kynningar.
Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn Fjallabyggðar sem lögð eru fram til fyrri umræðu.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa endurskoðun um samþykkt bæjarstjórnar til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er bæjarráði falið að vinna samþykktirnar með framkomnum breytingartillögum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar árið 2025.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 859. fundur - 17.01.2025

Í tengslum við fyrirhugaða uppfærslu og breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar sem tekin var til fyrri umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar óskar bæjarstjóri eftir heimild til vinnu við uppfærslu á erindisbréfum í samræmi við fyrirhugaðar breytingar.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að stýra vinnu með deildarstjórum og formönnum nefnda við tillögur að breytingum á erindisbréfum nefnda í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 863. fundur - 18.02.2025

Fyrir liggur tillaga til umræðu á uppfærðu skipuriti stjórnsýslu Fjallabyggðar. Tillagan tekur m.a. mið af þeim ábendingum sem fram komu í stjórnsýsluúttekt Strategíu sem framkvæmd var á síðasta ári.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að uppfærðu skipuriti og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við ábendingar og umræður á fundinum og leggja fyrir fund bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 866. fundur - 13.03.2025

Fyrir liggja drög að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu Fjallabyggðar sem og tillaga að nefndaskipan í samræmi við tillögur að nýjum samþykktum Fjallabyggðar. Tillögur að breytingum taka m.a. mið af ábendingum sem fram komu í stjórnsýsluúttekt Strategíu frá síðasta ári.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu og nefndaskipan og felur bæjarstjóra að vinna tillögur að breytingum á samþykktum Fjallabyggðar í samræmi við skipuritin fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjóra jafnframt falið að vinna auglýsingar um laus störf sem skipuritið gerir ráð fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 867. fundur - 21.03.2025

Fyrir liggur uppfærð tillaga að skipuriti og nefndaskipan Fjallabyggðar í samræmi við breytingar á samþykktum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð staðfestir uppfærðar tillögur og vísar til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 256. fundur - 27.03.2025

Fyrir liggur tillaga til síðari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar um samþykkt um stjórn Fjallabyggðar en samþykktirnar voru teknar til fyrri umræðu í bæjarstjórn á 250.fundi þann 28.nóvember 2024.
Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M Ólafsson, Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 875. fundur - 16.05.2025

Endurskoðaðar samþykktir um stjórn Fjallabyggðar hafa nú verið birtar í Stjórnartíðindum og hefur því nýtt skipulag nefnda tekið gildi. Endurskoðuð erindisbréf nefnda og nýtt nefndadagatal verður lagt fyrir næsta bæjarráðsfund.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 261. fundur - 04.09.2025

Í ljósi uppsagnar á samningi um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og samþykktar á samningi um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra liggur fyrir tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar til fyrri umræðu:

„47.grein samþykkta um stjórn Fjallabyggðar breytist á þann veg að út fellur núverandi ákvæði D-5 sem er svohljóðandi:

5. Barnaverndarþjónusta á Mið-Norðurlandi. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, sbr. auglýsingu nr. 1627/2022, fer sveitarfélagið Skagafjörður með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru falin öðrum.

Í stað þess kemur nýtt ákvæði D-5 sem verði svohljóðandi:
5. Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt skv. 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem ekki eru falin öðrum.„
Samþykkt
Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar samþykkt með 7 atkvæðum og vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 262. fundur - 25.09.2025

Á fundi bæjarstjórnar þann 4.september s.l. var eftirfarandi tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar samþykkt í fyrri umræðu og henni vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn:

„47.grein samþykkta um stjórn Fjallabyggðar breytist á þann veg að út fellur núverandi ákvæði D-5 sem er svohljóðandi:

5. Barnaverndarþjónusta á Mið-Norðurlandi. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, sbr. auglýsingu nr. 1627/2022, fer sveitarfélagið Skagafjörður með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru falin öðrum.

Í stað þess kemur nýtt ákvæði D-5 sem verði svohljóðandi:
5. Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt skv. 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem ekki eru falin öðrum.„
Samþykkt
Framlög tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum í síðari umræðu.