Í ljósi uppsagnar á samningi um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og samþykktar á samningi um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra liggur fyrir tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar til fyrri umræðu:
„47.grein samþykkta um stjórn Fjallabyggðar breytist á þann veg að út fellur núverandi ákvæði D-5 sem er svohljóðandi:
5. Barnaverndarþjónusta á Mið-Norðurlandi. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, sbr. auglýsingu nr. 1627/2022, fer sveitarfélagið Skagafjörður með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru falin öðrum.
Í stað þess kemur nýtt ákvæði D-5 sem verði svohljóðandi:
5. Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt skv. 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem ekki eru falin öðrum.„
Samþykkt