Bæjarstjórn Fjallabyggðar

228. fundur 12. apríl 2023 kl. 17:00 - 17:42 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Ólafur Baldursson varabæjarfulltrúi, D lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
 • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
 • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
 • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
 • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
 • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 7. mars 2023.

Málsnúmer 2303002FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 1.1 2302006 Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 7. mars 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og veitir starfsleyfi fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.2 2303002 Umsókn um leyfi til borunar eftir vatni
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 7. mars 2023. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Hins Norðlenzka styrjufélagsins ehf. vegna borunar eftir vatni á lóð fyrirtækisins, en minnir á skuldbindingar sveitarfélagsins gagnvart Norðurorku, þ.e. sem snýr að heitu vatni yfir 60°C.

  Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
 • 1.4 2303006 Sveitarfélag ársins 2023 - könnun
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 7. mars 2023. Bæjarráð lýsir yfir miklum áhuga á þátttöku í verkefninu og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að sjá um verkefnið fyrir hönd Fjallabyggðar. Bæjarráð leggur áherslu á að könnunin verði kynnt starfsfólki vel og það hvatt til þátttöku. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14. mars 2023.

Málsnúmer 2303004FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 18 liðum.

Til afgreiðslu er liður 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Bæjarstjóri leitaði álits lögmanns bæjarins varðandi málið. Lögmaðurinn taldi það betri stjórnsýsluhætti að fara með verkið í útboð. Því var úr að verkið var sett í lokað útboð og útboðsgögn send til þeirra fjögurra verktakafyrirtækja sem eru í bæjarfélaginu og taka að sér slík verk.
 • 2.3 2212025 Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14. mars 2023. Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við EFLU vegna vinnu við gerð útboðsgagna og ráðgjafar vegna útboðs á sorphirðu í Fjallabyggð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023.

Málsnúmer 2303007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 3.2 2303005 Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023. Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að setja inn endurskoðunarákvæði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð árið 2025. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð".
  Samþykkt samhljóða.
 • 3.3 2303039 Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023. Bæjarráð þakkar Olgu Gísladóttur fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.
  Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að Mögnum ráðningarþjónusta verði fengin til verksins. Bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála falið að annast ráðningarferlið.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 3.4 2303040 Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023. Bæjarráð samþykkir að fela Áhættulausnum ehf. að annast undirbúning og gerð útboðsgagna á vátryggingum fyrir hönd Fjallabyggðar samkvæmt fyrirliggjandi samningi um vátryggingaráðgjöf. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 3.9 2303057 Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar".
  Samþykkt samhljóða.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 784. fundur - 28. mars 2023.

Málsnúmer 2303011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 4. apríl 2023.

Málsnúmer 2303015FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.

Til afgreiðslu er liður 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir 8. lið fundargerðarinnar. Arnar Þór Stefánsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
 • 5.4 2303091 Vallarbraut, útboð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 4. apríl 2023. Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild fyrir lokuðu útboði. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 6. mars 2023.

Málsnúmer 2303001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 123. fundur - 20. mars 2023.

Málsnúmer 2303006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í tveimur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 27. mars 2023.

Málsnúmer 2303010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í fimm liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 296. fundur - 15. mars 2023.

Málsnúmer 2302007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í einum lið sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023.

Málsnúmer 2303012FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 17 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5, 7, og 13.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 10.1 2303010 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 46
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023. Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings en vesturmörk færast að fyrirhugaðri gangstétt samkvæmt fyrirhuguðu deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
 • 10.2 2303036 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 21 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
 • 10.3 2303048 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Túngata 18 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
 • 10.4 2303064 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 59 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023. Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings og þau lóðarmörk sem lagt er til á meðfylgjandi lóðarblaði tæknideildar að undanskyldri tillögu að lóðarmörkum sem hliðrað er til norðurs um 2 metra. Nefndin samþykkir að hliðrun norðurmarka séu stækkuð sem nemur hluta garðskúrs sem stendur utan lóðarmarka með það að markmiði að ganga sem minnst á lóðina Hólaveg 61 sem er hugsuð sem framtíðar byggingarlóð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
 • 10.5 2303016 Færsla á lóðinni Flugvallarvegur 1 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023. Nefndin samþykkir færslu lóðarinnar í samræmi við framlagt lóðarblað. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
 • 10.7 2303012 Beiðni um beitarhólf
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023. Erindi hafnað með vísan til gildandi samnings Fjallabyggðar við hestamannafélagið Glæsi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
 • 10.13 2303065 Beiðni um að láta framkvæmda staðbundið hættumat í Skeggjabrekku
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023. Nefndin samþykkir heimild til að láta framkvæma staðbundið hættumat. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.

11.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 136. fundur - 15. mars 2023.

Málsnúmer 2302009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í einum lið sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

12.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 26. fundur - 23. mars 2023.

Málsnúmer 2303009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

13.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 29. mars 2023.

Málsnúmer 2303013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

14.Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer

Á 122. fundi fræðslu- og frístundanefndar, þann 6. mars sl. var reglum um sérstakan stuðning Fjallabyggðar við starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar sem jafnframt eru í námi í leikskólakennarafræðum vísað til umfjöllunar og samþykktar bæjarráðs. Á 783. fundi bæjarráðs var reglunum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15.Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar.

Málsnúmer 2303057Vakta málsnúmer

Lagðar fram nýjar reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti 13. mars sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands. Reglurnar voru kynntar á framkvæmdaráðsfundi 16. mars s.l.
Samþykkt
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16.Prókúruumboð til deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála

Málsnúmer 2303092Vakta málsnúmer

Samkvæmt 4. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Fjallabyggðar er bæjarstjóri prókúruhafi sveitarfélagsins. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði til að deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, sem jafnframt er staðgengill bæjarstjóra, verði jafnframt prókúruhafi í forföllum og fjarveru sveitarstjóra.
Samþykkt
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17.Samruni Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf.

Málsnúmer 2304006Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna samruna Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf.

Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Þorgeir Bjarnason tóku til máls.
Samþykkt
Þróun sjávarútvegs á Íslandi á síðastliðnum árum hefur verið ferli mikilla breytinga. Tækninni hefur fleygt fram og störfin hafa tekið breytingum vegna framþróunar í vinnslutækni, aukinna krafna um afurðanýtingu og aukinnar samkeppni á mörkuðum erlendis.

Þann 20. mars síðastliðinn gaf Samkeppniseftirlitið grænt ljós á samruna Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf. sem hafði áður verið samþykktur af stjórnum félaganna tveggja í lok síðasta árs. Við samruna félaganna tveggja verður til nýtt og öflugt fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi sem mun ráða yfir um 8% af heildaraflaheimildum á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir að ýmsir tæknilegir fyrirvara séu enn þá á samrunanum er einsýnt að af honum verður.

Sjávarútvegur er og verður einn af burðarstólpum atvinnulífs í Fjallabyggð. Samfélagið í Fjallabyggð er mjög háð því að vel gangi hjá fyrirtækjum í hafsækinni starfsemi. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur í mörg ár átt gott samstarf við Ramma hf. og væntir þess að svo verði áfram við hið nýja sameinaða félag.

Um leið og bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar hinu nýja öfluga félagi velfarnaðar, vill bæjarstjórnin minna á og brýna fyrir nýju félagi þá miklu samfélagslegu ábyrgð sem félagið ber gagnvart samfélaginu í Fjallabyggð.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:42.