Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14. mars 2023.

Málsnúmer 2303004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.04.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 18 liðum.

Til afgreiðslu er liður 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Bæjarstjóri leitaði álits lögmanns bæjarins varðandi málið. Lögmaðurinn taldi það betri stjórnsýsluhætti að fara með verkið í útboð. Því var úr að verkið var sett í lokað útboð og útboðsgögn send til þeirra fjögurra verktakafyrirtækja sem eru í bæjarfélaginu og taka að sér slík verk.
  • .3 2212025 Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14. mars 2023. Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við EFLU vegna vinnu við gerð útboðsgagna og ráðgjafar vegna útboðs á sorphirðu í Fjallabyggð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.