Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar.

Málsnúmer 2303057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21.03.2023

Lagðar fram nýjar reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti 13. mars sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands. Reglurnar voru kynntar á framkvæmdaráðsfundi 16. mars s.l.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.04.2023

Lagðar fram nýjar reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti 13. mars sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands. Reglurnar voru kynntar á framkvæmdaráðsfundi 16. mars s.l.
Samþykkt
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 08.11.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að breytingum á áður samþykktum reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Breytingarnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands þann 7. október 2024. Breytingar á fyrrgreindum reglum snúa að nýju starfsheiti stjórnanda Barnaverndarþjónstunnar ásamt því að vísað er í viðmið um greiðslu til lögmanna svo ekki þurfi að uppfæra reglurnar árlega með tilliti til þeirra.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir drögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Á 851. fundi bæjarráðs voru tekin fyrir drög að breytingum á áður samþykktum reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Breytingarnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands þann 7. október 2024. Breytingar á fyrrgreindum reglum snúa að nýju starfsheiti stjórnanda Barnaverndarþjónustunnar ásamt því að vísað er í viðmið um greiðslu til lögmanna svo ekki þurfi að uppfæra reglurnar árlega með tilliti til þeirra.
Bæjarráð samþykkir drögin eins og þau liggja fyrir og vísaði þeim til bæjarstjórnar.

S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar á reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðulands.