Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 7. mars 2023.

Málsnúmer 2303002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.04.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • .1 2302006 Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 7. mars 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og veitir starfsleyfi fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .2 2303002 Umsókn um leyfi til borunar eftir vatni
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 7. mars 2023. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Hins Norðlenzka styrjufélagsins ehf. vegna borunar eftir vatni á lóð fyrirtækisins, en minnir á skuldbindingar sveitarfélagsins gagnvart Norðurorku, þ.e. sem snýr að heitu vatni yfir 60°C.

    Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
    Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
  • .4 2303006 Sveitarfélag ársins 2023 - könnun
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 7. mars 2023. Bæjarráð lýsir yfir miklum áhuga á þátttöku í verkefninu og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að sjá um verkefnið fyrir hönd Fjallabyggðar. Bæjarráð leggur áherslu á að könnunin verði kynnt starfsfólki vel og það hvatt til þátttöku. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.