Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023.

Málsnúmer 2303007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.04.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • .2 2303005 Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023. Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að setja inn endurskoðunarákvæði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð árið 2025. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð".
  Samþykkt samhljóða.
 • .3 2303039 Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023. Bæjarráð þakkar Olgu Gísladóttur fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.
  Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að Mögnum ráðningarþjónusta verði fengin til verksins. Bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála falið að annast ráðningarferlið.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .4 2303040 Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023. Bæjarráð samþykkir að fela Áhættulausnum ehf. að annast undirbúning og gerð útboðsgagna á vátryggingum fyrir hönd Fjallabyggðar samkvæmt fyrirliggjandi samningi um vátryggingaráðgjöf. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .9 2303057 Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar".
  Samþykkt samhljóða.