Prókúruumboð til deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála

Málsnúmer 2303092

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.04.2023

Samkvæmt 4. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Fjallabyggðar er bæjarstjóri prókúruhafi sveitarfélagsins. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði til að deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, sem jafnframt er staðgengill bæjarstjóra, verði jafnframt prókúruhafi í forföllum og fjarveru sveitarstjóra.
Samþykkt
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.