Græn skref SSNE

Málsnúmer 2301071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31.01.2023

Lagt fram dreifibréf SSNE þar sem sveitarfélögum er boðið að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Fjallabyggð mun að svo stöddu ekki taka þátt í verkefninu.
Helgi Jóhannsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 227. fundur - 08.03.2023

Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) kom á fund bæjarstjórnar til þess að kynna verkefnið Græn skref SSNE.
Samþykkt
Bæjarstjórn þakkar Kristínu Helgu Schiöth fyrir góða kynningu. Bæjarstjórn samþykkir að hefja vegferðina og taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að ramma fyrir þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu.

Samþykkt með 7 atkvæðum.