Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.

Málsnúmer 2302001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 227. fundur - 08.03.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 5, 6, 7, 8, 9, 13 og 14.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • .5 2201057 Sundlaug Ólafsfirði, framkvæmdir á útsvæði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Sundlaug Ólafsfirði, framkvæmdir á útisvæði".
  Samþykkt samhljóða.
 • .6 2302026 Endurnýjun íbúðar á sambýlinu, Lindargötu 2
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjórum tækni- og félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Endurnýjun íbúðar við Lindargötu 2".
  Samþykkt samhljóða.
 • .7 2301025 Rekstrarsamningur Síldarminjasafns Íslands 2023-2026
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .8 2301037 Umsókn um lóð - Sjávargata 2 Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sjávargötu 2. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .9 2302021 Reglur Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir minnisblaðið og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilis sveitarfélags".
  Samþykkt samhljóða.
 • .13 2211068 Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir að tilnefna Arnar Þór Stefánsson sem aðalmann Fjallbyggðar í nefndinni. Íris Stefánsdóttir er tilnefnd sem varamaður. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .14 2301049 Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir beiðni vélsleðafélagsins um að halda annað mót á sunnudeginum 19. febrúar og óskar þeim góðs gengis. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.