Bæjarstjórn Fjallabyggðar

169. fundur 14. desember 2018 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018

Málsnúmer 1811018FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Arnheiður Jóhannsdóttir mætti á fund bæjarráðs og fór yfir helstu þætti í starfi Markaðssotofu Norðurlands og erindi varðandi endurýjun á samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Markaðsstofu Norðurlands.

    Bæjarráð þakkar Arnheiði yfirferðina og frestar málinu til næsta fundar ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála úrvinnslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lögð fram tillaga Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga að 2,9 % vísitöluhækkun á gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga skv. samstarfssamningi. En Dalvíkurbyggð hefur þegar samþykkt vísitöluhækkun á gjaldskrá Tónlistarskólans fyrir sitt leyti.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að 2,9% vísitöluhækkun á gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga skv. samningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lögð fram beiðni bæjarstjóra þar sem óskað er heimildar til lokaðs útboðs vegna breytingar á 1. hæð í Skálarhlíð.

    Eftirtöldum aðilum verður gefinn kostur á að bjóða í verkið :
    Berg ehf
    GJ Smiðir ehf
    L-7 ehf
    Trésmíði ehf

    Bæjarráð heimilar lokað útboð vegna breytingar á 1.hæð í Skálarhlíð og felur deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála, dags. 28.11.2018 þar sem lagt er til að samið verði við Tröppu ráðgjöf um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Tröppu ráðgjöf vegna sérfræðiþjónustu við Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar kostnaði kr. 2.000.000.- í viðauka nr. 16/2018 við málaflokk 04020 og lykill 4390 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 30. nóvember 2018 innborganir nema 989.149.792 kr. sem er 100,01% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lögð fram fyrirspurn Gunnars Smára Helgasonar f.h. Trölla.is, dags. 21.11.2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnað bæjarfélagsins við skíðasvæðin í Fjallabyggð síðastliðin 3 ár og áætlun fram í tímann eins og hún liggur fyrir núna.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála og að taka saman upplýsingar og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Þjóðskrá Íslands dags. 26. nóvember sl. varðandi ný lögheimilislög sem taka gildi þann 1. janúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Tönju Dögg sálfræðingi fyrir hönd Mín líðan ehf dags. 26. nóvember sl. varðandi kynningu á minlidan.is.
    Heimasíðan Mín líðan (www.minlidan.is) er komin í loftið og er fyrsta íslenska fjargeðheilbrigðisþjónustan sem starfar með leyfi frá Embætti landlæknis. Mín líðan býður upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum þunglyndis og félagskvíða og er bylting í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Sigurjónssyni dags. 29. nóvember 2018 fyrir hönd Bókaútgáfunnar Hólum, þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu um náttúruperlur í kringum Eyjafjarðarsvæðið.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagður fram tölvupóstur frá Ómari Guðmundssyni fyrir hönd Hrafnshóla ehf dags. 28. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu íbúðahúsnæðis eða annars húsnæðis sem þörf er á í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð þakkar fyrir erindið en ekki eru fyrirhugaðar íbúðarbyggingar á vegum sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagður fram tölvupóstur frá Steindóri Inga Þórarinssyni f.h. Veraldravina dags. 28. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir samstarfi árið 2019 við Fjallabyggð.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti hf dags. 27. nóvember 2018 varðandi undirbúning við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet kynnir þar verkefnis- og matslýsingu áætlunnarinnar, og vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna.
    Frestur til að koma með athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.

    Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hildar Edwald fh.nefndarsviðs Alþingis dags. 27. nóvember sl. þar sem Fjallabyggð er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk), 140.mál.
    Umsagnafrestur er til 18. desember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar um Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi sem haldinn var 22. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 4. desember 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 314. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 23. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 584. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018

Málsnúmer 1812002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga Ásgeirssyni og Þorvaldi Hreinssyni fyrir yfirferðina og samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samning fyrir hönd Fjallabyggðar og leggja fyrir bæjarráð. Kostnaður vegna þjónustu rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að auglýsa starf þjónustuaðila við tjaldsvæði Fjallabyggðar sem fyrst á nýju ári og að tekið verði tillit til ábendinga deildarstjóra varðandi samræmingu, aukið eftirlit og viðveru þjónustuaðila á tjaldsvæði. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.4 1805111 Gjaldskrár 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir gjaldskránna og vísar gjaldskrá byggingarfulltrúa 2019 til afgreiðslu bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem lögð verður fram tillaga Fjallabyggðar til ráðuneytisins að sérstökum skilyrðum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu þar til endurmat Þjóðskrár á fasteigninni hefur farið fram. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 30.11.2018 þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að senda svar Ofanflóðanefndar til eiganda Hólavegar 18, Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að svari og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda endurnýjað kjarasamningsumboð sveitarfélagsins samkvæmt núverandi stöðu til kjarasviðs Sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð tekur undir athugasemdir samgöngufélagsins vegna tillögu samgöngunefndar Alþingis að fimm ára samgönguáætlun fyrir 2019 - 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bæjarráð samþykkir af fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11. desember 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 585. fundar bæjarráðs staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 3. desember 2018

Málsnúmer 1811017FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 3. desember 2018 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Margrét Guðmundsdóttir skólaráðgjafi og Sigurlaug Ragna Guðnadóttir grunnskólakennari sátu undir þessum lið.

    Margrét skólaráðgjafi og Sigurlaug Ragna kynntu fyrir nefndinni framkvæmd og hugmyndafræði stúlknanámskeiða sem þær hafa haldið fyrir stúlkur í 5.-7.bekk síðastliðin þrjú ár. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar þeim Margréti og Sigurlaugu Rögnu fyrir góða kynningu svo og fyrir öflugt og þarft starf við Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 3. desember 2018 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Margrét Guðmundsdóttir skólaráðgjafi og Sigurlaug Ragna Guðnadóttir grunnskólakennari sátu undir þessum lið.

    Á fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir fjármagni til að halda strákanámskeiðið Öflugir strákar þann 7. janúar nk. fyrir drengi í 4.-7. bekk og fyrirlestur fyrir foreldra sama dag. Bjarni Fritzson kennir námskeiðið. Upp komu ýmsar hugmyndir í tengslum við þá þörf sem er fyrir strákanámskeið. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að skoða útfærslur á þeim hugmyndum sem komu upp á fundinum og leggja fyrir fund fræðslu- og frístundanefndar í febrúar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 3. desember 2018 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
    Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun þar sem tilkynntar eru breytingar á dagsetningum á samræmdum könnunarprófum fyrir 9. bekk í mars 2019. Prófin verða lögð fyrir 11.-13. mars í stað 12.-14. mars sem áður hafði verið auglýst.
    Senda þarf tilkynningu til foreldra og leiðrétta þessar dagsetningar inn á skóladagatali grunnskólans á heimasíðu skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 3. desember 2018 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. - 7. bekk frá því í haust. Bókun fundar Til máls tók Ingibjörg G. Jónsdóttir.

    Afgreiðsla 63. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 3. desember 2018 Sævar Eyjólfsson vék af fundi kl. 17:45
    Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Skólastjóri kynnti helstu niðurstöður nemendakönnunar frá því í haust. Helmingur nemenda í 6.-10.bekk tóku þátt í könnuninni en könnunin verður lögð fyrir í apríl nk. fyrir hinn hluta hópsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 3. desember 2018 Erindi hefur borist frá Brynhildi Reykjalín Vilhjálmsdóttur kennara þar sem hún viðrar hugmynd um starfsgreinakynningu í Fjallabyggð fyrir nemendur í elstu árgöngum grunnskóla og yngstu árgöngum framhaldsskóla. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Brynhildi fyrir erindið og felur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við Brynhildi um erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 3. desember 2018 Á 47.fundi Markaðs- og menningarnefndar var tekið fyrir erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Trölla.is um hugmyndir um samstarf við sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd vísaði hluta hugmynda sem þar komu fram til Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Hugmyndir þessar snúa að samstarfi við félagsmiðstöðina og grunn-, leik- og tónlistarskóla. Nú þegar er Trölli.is í samstarfi við grunnskólann um valgrein á unglingastigi.
    Fræðslu- og frístundarnefnd þakkar þeim Gunnari Smára og Kristínu fyrir góðar hugmyndir og óskar eftir umsögn frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um erindið.
    Fræðslu- og frístundanefnd vísar hugmynd um samstarf við tónlistarskólann til skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018

Málsnúmer 1812001FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Helena Hannesdóttir Asperlund sátu undir þessum lið.
    Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Tröppu ráðgjöf um sérfræðiráðgjöf í Grunnskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða ráðgjöf í formi sérfræðiaðstoðar við endurskoðun á sýn og stefnu skólans með það fyrir augum að í skólanámskrá og í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu, menntun án aðgreiningar. Núgildandi sýn og stefna skólans er frá fyrstu árum Grunnskóla Fjallabyggðar en skólanámskrá hefur verið endurskoðuð. Vinnan hefst í byrjun næsta árs með kynningarfundum fyrir Fræðslu- og frístundanefnd, bæjarfulltrúa, starfsfólk grunnskólans, nemendur og foreldra.
    Bókun fundar Til máls tók S.Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 64. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.
    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að útbúa reglur og umsóknareyðublað og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék Tómas Atli Einarsson af fundi.

    Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 64. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.
    Á 59. fundi fræðslu- og frístundanefndar voru lagðar fram endurskoðaðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd vísaði endurskoðuðum reglum til UÍF til umsagnar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar UÍF fyrir innsendar athugasemdir. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að uppfæra reglur í samræmi við umræðu fundarins og vísa þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 64. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018 Á 58. fundi fræðslu- og frístundanefndar var tekið fyrir erindi frá UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarnanna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum. Óskað var eftir að boðið yrði upp á rútuferð frá Siglufirði kl 17.00 og frá Ólafsfirði kl.17.30. Við nánari skoðun á tímatöflu íþróttafélaganna kom í ljós að þörf er fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 frá Siglufirði og 17:50 frá Ólafsfirði. Fræðslu- og frístundanefnd vísaði erindinu til bæjarráðs sem samþykkti aukinn frístundaakstur til reynslu fram að áramótum. Í ljós kom að lítil sem engin nýting var á ferðunum og voru þær lagðar niður frá og með 15. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Skólanefnd TÁT - 12. fundur - 29. nóvember 2018

Málsnúmer 1811015FVakta málsnúmer

  • 5.1 1811074 Fjárhagsáætlun TÁT 2019
    Skólanefnd TÁT - 12. fundur - 29. nóvember 2018 Fjárhagsrammi yfir rekstur TÁT fjárhagsárið 2019 lagður fram. Skólanefnd TÁT samþykkir fjárhagsrammann. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.2 1811075 Gjaldskrá TÁT 2018-2019
    Skólanefnd TÁT - 12. fundur - 29. nóvember 2018 Skólanefnd TÁT leggur til að gjaldskrá skólans taki vísitöluhækkun 2,9% frá 1. janúar 2019. Skólanefnd vísar gjaldskrá skólans fyrir árið 2019 til afgreiðslu bæjarráðs Fjallabyggðar og byggðarráðs Dalvíkurbyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.3 1811076 Jóladagskrá TÁT
    Skólanefnd TÁT - 12. fundur - 29. nóvember 2018 Skólastjóri fór yfir jóladagskrá tónlistarskólans. Samtals verða tíu jólatónleikar haldnir á vegum Tónlistarskólans á Tröllaskaga í desember. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.4 1810017 Sjálfsmat TÁT, skýrsla 2017-2018
    Skólanefnd TÁT - 12. fundur - 29. nóvember 2018 Skólastjóri fór yfir sjálfsmat skólans fyrir skólaárið 2017-2018. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 19. fundur - 4. desember 2018

Málsnúmer 1811014FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 19. fundur - 4. desember 2018 Aðal- og varafulltrúar í Ungmennaráði voru boðnir velkomnir á fundinn. Um er að ræða 1. fund á líðandi starfsári. Aðalfulltrúar kusu formann og varaformann úr sínum röðum. Formaður Ungmennaráðs starfsárið 2018-2019 er Jón Pétur Erlingsson og varaformaður er Helgi Már Kjartansson.

    Áætlað er að funda einu sinni í mánuði og verður næsti fundur miðvikudaginn 9. janúar kl. 15:15.

    Formaður tók við fundarstjórn.

    Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir drög að uppfærðum samþykktum fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 19. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018

Málsnúmer 1811019FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Tillögu H-lista hafnað með fjórum atkvæðum (Brynja I. Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Konráð K. Baldvinsson) gegn einu (Helgi Jóhannsson). Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

    Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Nefndin samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Nefndin þakkar fyrir framkomnar athugasemdir frá íbúum en telur betra að bíða með að byggja upp bílastæði þar til þörf liggur fyrir miðað við notkun á vellinum. Einnig felur nefndin tæknideild að leita leiða til að hægja á umferð við Hvanneyrarbraut. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar en bendir á að taka þarf tillit til aðgengis fyrir alla, til að mynda við áhorfendapall. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að ræða við eigendur Kaffi Klöru. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu þar sem nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta er kynnt tillagan og þeim gefinn kostur á að tjá sig um hana í samræmi við 1. og 2. málgrein 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Tæknideild falið að ítreka kröfu um raunhæfa framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Tæknideild falið að senda Þjóðskrá þau gögn sem óskað er eftir í erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.11 1805111 Gjaldskrár 2019
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 5. desember 2018 Nefndin samþykkir að leyfa bifreiðastöður vestan megin við Lækjargötu og Norðurgötu og felur tæknideild að láta setja upp viðeigandi skilti. Bókun fundar Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 5. desember 2018

Málsnúmer 1811020FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 5. desember 2018 Ida M Semey vék á fundi undir þessum lið. Varamaður hennar Guðrún Linda Rafnsdóttir sat í hennar stað. Markaðs- og menningarnefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt umsjónarmanni Tjarnarborgar að gera drög að reglum um veitingasölu í Tjarnarborg og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 5. desember 2018 Ida M Semey vék á fundi undir þessum lið. Varamaður hennar Guðrún Linda Rafnsdóttir sat í hennar stað. Þjónustusamningar um um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar eru lausir. Markaðs- og menningarnefnd þakkar þjónustuaðilum fyrir störf sín. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að auglýst verði eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæði í báðum byggðarkjörnum fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.3 1810089 Kynning á Erasmus
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 5. desember 2018 Ægir Bergsson vék af fundi og Guðrún Linda Rafnsdóttir tók sæti í hans stað.
    Ida M. Semey kynnti ýmsa styrkmöguleika fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög, sem hægt er að sækja um t.d. í menningarverkefni og ferðaþjónustu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 5. desember 2018 Þann 22. nóvember sl. hélt Markaðs- og menningarnefnd vel heppnaðan súpufund með menningar-, ferðaþjónustu- og þjónustuaðilum í Fjallabyggð. Vel var mætt á fundinn og erindi voru áhugaverð og vill Markaðs- og menningarnefnd þakka bæði fyrirlesurum og fundarmönnum fyrir þátttökuna. Markaðs- og menningarnefnd hefur hug á að halda annan fund í febrúar 2019. Ákveðið var að fylgja fundinum eftir með stuttri spurningakönnun til fundarmanna og vonast nefndin eftir góðum viðbrögðum þegar könnunin verður send út. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1805047Vakta málsnúmer

Breyting nefndaskipan í Barnaverndarnefndar Úteyjar.

Aðalmaður verður Margrét Ósk Harðardóttir í stað Erlu Gunnlaugsdóttur.
Varamaður verður Sigurður Jóhannesson í stað Margrétar Óskar Harðardóttur.

Samþykkt með 7 atkvæðum á 169. fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn þakkar Erlu Gunnlaugsdóttur fyrir vel unnin störf.

10.Reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1808040Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir breyttar reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildarfélaga UÍF.

Samþykkt með 7 atkvæðum á 169. fundi bæjarstjórnar.

11.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir uppfærða gjaldskrá byggingarfulltrúa Fjallabyggðar.

Samþykkt með 7 atkvæðum á 169. fundi bæjarstjórnar.

12.Verðkönnun á innheimtu

Málsnúmer 1812020Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir með 7 atkvæðum að veita heimild til verðkönnunar á innheimtu vegna krafna sveitarfélagsins.

Eftirtöldum aðilum verður gefin kostur að taka þátt í verðkönnun:
Inkasso ehf
Momentum greiðsluþjónusta ehf
Motus ehf.

13.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 1810063Vakta málsnúmer

Samkvæmt tölvupósti sendur þann 12.12.2018 frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti þá urðu mistök við útreikning á byggðakvóta þar sem Siglufjörður fær úthlutað 198 þorskígildistonnum en ekki 300 þorskígildistonnum eins og áður hafði verið bókað.
Til máls tóku: Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar Ingi Birgisson.

Bæjarráð tók til umfjöllunar á fundi sínum 11. desember 2018, úthlutun byggðakvóta.

Samkvæmt niðurstöðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 koma 300 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 198 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er aukning um 103 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun en þá hlaut Siglufjörður ekki úthlutun á byggðakvóta.
Samkvæmt 2 gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 nr. 685/2018 getur bæjarstjórn óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fyrir 21. desember 2018 að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins er víkja frá eða eru til viðbótar hinum almennu skilyrðum enda séu þau byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðalags.
Þá hefur bæjarráði borist undirritað bréf frá 11 útgerðum og 4 fiskverkendum í Ólafsfirði þar sem farið er fram á að bæjarstjórn óski eftir eftirfarandi sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun sem talin eru til þess fallin að byggðakvóti veiðist í sveitarfélaginu og verðmæti skili sér að landi, efli landvinnslu og fjölgi störfum. Í mörg ár hefur byggðakvóti ekki veiðst að fullu og því ekki skilað því sem honum er ætlað til samfélagsins. Þess má geta að á fiskveiðiárinu 2018/2019 kemur til endurúthlutunar í Ólafsfirði óveiddur byggðakvóti sem nemur 216 þorskígildistonnum. Heildarafli nemur því 714 þorskígildistonnum á fiskveiðiárinu og miklir hagsmunir í húfi fyrir samfélagið í heild að afli veiðist og skili sér í vinnslur. Ljóst er að bátar sem rétt eiga á þessum kvóta geta fæstir veitt það magn sem um er að ræða, ef þeir eiga að tvöfalda það, þ.e. skila tonni á móti tonni sbr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar og þess því sérstaklega óskað að ákvæði reglugerðar um tonn á móti tonni falli burt.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að byggðakvóti veiðist og efli þar með landvinnslu og leiði til fjölgunar starfa í sveitarfélaginu en vinnsla í sveitarfélaginu hefur átt undir högg að sækja um langt skeið og störfum fækkað. Ef sérstök skilyrði sem þessi verða til þess að efla útgerð og vinnslu í sveitarfélaginu telur bæjarstjórn rétt að verða við óskum þeirra aðila sem að þessari atvinnugrein koma og létu sig málið varða. Þess má geta að bæjarstjórn sendi bréf til útgerða og fiskverkenda í sveitarfélaginu þar sem skorað var á aðila að koma sér saman um tillögur til úrbóta.

Bæjarstjórn samþykkir því að óska eftir eftirfarandi sérstökum skilyrðum við úthlutun byggðakvóta við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með þeim rökum sem upp hafa verið talin:

a) Við a. lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar er óskað eftir eftirfarandi viðbót:
Afla skal skipt á milli fiskiskipa byggðarlagsins sem eru undir 1.000 brt. rúmlestum að stærð.


b) Ákvæði 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018, þó ekki hærra en 70.000 þorskígildiskíló pr. bát. Það sem kann að verða eftir af ónýttum kvóta 1. júní 2019, skal endurúthluta til þeirra báta sem hafa nýtt byggðakvóta sinn og uppfylla skilyrði að öðru leiti.

c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

d) Ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:
Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
e) Ákvæði 1. mgr. 6. gr. verði gerð eftirfarandi breyting:
Setningin „Aflinn skal nema í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamagns sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari“ falli burt.

f) Við ákvæði 1. mgr. 6. gr. er óskað eftir eftirfarandi viðbót:
Heimil eru skipti á fiski í jöfnum ígildum milli fiskvinnslna.

Samþykkt með 7 atkvæðum á 169. fundi bæjarstjórnar.


Fundi slitið - kl. 18:00.