Bæjarráð Fjallabyggðar

510. fundur 18. júlí 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur um afnotarétt

Málsnúmer 1706063Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála er varðar samskipti Fjallabyggðar og Brimnes ehf. vegna gerðar göngustígs við Ólafsfjarðarvatn. Búið er að samþykkja og grenndarkynna minniháttar breytingar á deiliskipulagi og er athugasemdafrestur fjórar vikur.

2.Fiskeldi

Málsnúmer 1704014Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri dreifði drögum að viljayfirlýsingu milli Fjallabyggðar og Arnarlax hf. um samstarf við undirbúning og könnun á forsendum þess að sett verði upp starfsstöð Arnarlax hf. í Ólafsfirði vegna fiskeldis í Eyjafirði.

Bæjarráð samþykkir drögin og verður viljayfirlýsingin undirrituð í Tjarnarborg föstudaginn 21. júlí n.k. kl. 15. Bæjarráð fagnar þessari viljayfirlýsingu því að með starfsemi Arnarlax hf. munu skapast tugir nýrra starfa í Ólafsfirði.

3.Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra vegna umsóknar Félags eldri borgara á Siglufirði um lóð undir púttvöll á Siglufirði. Í minnisblaðinu er lagt til að félaginu verði úthlutað lóð meðfram Hvanneyrarbraut móts við hús númer 30-36 og runnar verði gróðursettir á lóðinni til þess að auka skjól.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar.

4.Ræktunarsamningur fyrir skeiðvelli og aðra aðstöðu

Málsnúmer 1707006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna undirskriftalista frá félagsmönnum Hestamannafélagsins Glæsis á Siglufirði vegna tafa á framkvæmdum við gerð reiðstígs samkvæmt samningi Fjallabyggðar og hestamannafélagsins sem samþykktur var árið 2013.

Bæjarráð samþykkir umsögnina. Bæjarráð vill taka fram að gerð reiðstíga í Hólsdal er á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

5.Umsókn um lóð

Málsnúmer 1707036Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um lóðina Mararbyggð 47, Ólafsfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti á fundi þann 12. júlí 2017.

Bæjarráð samþykkir umsóknina.

6.Auglýsingastyrkur vegna sumardagskrár í Þjóðlagasetri

Málsnúmer 1707040Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar um auglýsingastyrk vegna sumardagskrár setursins.

Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni þar sem Þjóðlagasetrið hefur nú þegar fengið rekstrarstyrk að upphæð kr. 800.000 fyrir árið 2017.

7.Leiksýning haust 2017 - Beiðni um samstarf/styrk

Málsnúmer 1707024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þjóðleikhúsinu. Þar er þess óskað að Fjallabyggð styrki uppsetningu á leikverkinu Oddur og Siggi, sem talið er henta miðstigi grunnskóla vel og er nemendum boðið á sýninguna þeim að kostnaðarlausu. Óskað er eftir styrk vegna afnota af Tjarnarborg auk gistingar fyrir þrjá aðila sem koma að sýningunni.

Bæjarráð samþykkir að veita Þjóðleikhúsinu afnot af Tjarnarborg endurgjaldslaust.

8.Deiliskipulag-lóðir norðan Hafnarbryggju Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1611052Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Íris Stefánsdóttir tæknideild.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 7.júlí 2017, þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag athafnalóða á Þormóðseyri norðan Hafnarbryggju, Siglufirði. Umræða tekin um athugasemdir Skipulagsstofnunar. Lagður fram uppfærður skipulagsuppdráttur af svæðinu og greinargerð tæknifulltrúa ásamt tillögu að svarbréfi við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Bæjarráð ræddi málið og samþykkir tillögu að svarbréfi til Skipulagsstofnunar. Bæjarráð felur fulltrúa tæknideildar að senda Skipulagsstofnun svarbréfið.

9.Lóð undir sjálfsafgreiðslustöð á Siglufirði

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 11. júlí sl. var bókað að samkvæmt samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar væru þrjár lóðir sem stæðu Skeljungi hf. til boða. Það er ekki alls kostar rétt. Fjallað var um þrjá kosti á fundi skipulags- og umhverfisnefndar en einn var samþykktur.

Bæjarráð felur tæknifulltrúa að senda Skeljungi hf. bókunina og ítrekar fyrri afstöðu bæjarstjórnar.

10.Tjaldsvæði að Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1607048Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmdanna. Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að framkvæmdastjóri Bás ehf mæti á næsta fund bæjarráðs til að ræða stöðu framkvæmda á tjaldsvæði á Leirutanga.

11.4 gangamót

Málsnúmer 1707033Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hjólreiðafélagi Akureyrar þar sem fyrirkomulag 4 gangamótsins, sem haldið verður þann 28. júlí n.k., er kynnt fyrir sveitarfélaginu og vonast er eftir góðu samstarfi við framkvæmd mótsins.

Bæjarráð fagnar framtakinu og óskar félaginu og keppendum góðs gengis.

12.Frístundastarf sumarið 2017

Málsnúmer 1706050Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn markaðs- og menningarfulltrúa vegna frístundastarfs á sumrin fyrir 3.-7. bekk.

Bæjarráð vísar umsögninni til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

13.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215

Málsnúmer 1707013FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag malarvallarins á Siglufirði.

    Nefndin samþykkir að kynna skipulagslýsinguna skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

    Bæjarráð óskar eftir að tæknifulltrúi mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir drög að nýju deiliskipulagi á gamla malarvellinum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal, Siglufirði. Tillagan felur í sér hliðrun á vegarkafla efst í Skarðsdal að bílastæðum við fyrirhugaðan skíðaskála.

    Nefndin samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur tæknideild að afgreiða hana í samræmi við 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Hornbrekkubót, í samræmi við tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar sem samþykkt var í bæjarráði 11.7.2017.
    Breytingin felur í sér að gróðursett verði vestan við stíg sem liggur samsíða Ólafsfjarðarvegi og að stígurinn verði að minnsta kosti 3-4 metra frá vegi. Einnig verður göngubrú sem fyrirhuguð var samkvæmt gildandi skipulagi tekin út.

    Tæknideild er falið að grenndarkynna tillöguna forsvarsmönnun Brimnes ehf. í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram beiðni Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Skarðsveg, Siglufirði. Áætlað er að verkið hefjist um miðjan ágúst 2017 og að því ljúki haustið 2018. Einnig sótt um leyfi til efnistöku úr námu A, norðan Siglufjarðar nr. námu 19544 (við Selgil).

    Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti beiðni Vegagerðarinnar þann 11.júlí sl.

    Nefndin samþykkir umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi og efnistöku úr námu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús við lóð nr.10 á Syðri-Gunnólfsá.

    Erindi samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Undir þessum lið vék Ásgrímur Pálmason af fundi.

    Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir fjárhús í landi Hlíðar.

    Erindi samþykkt.


    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

    Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hvanneyrarbraut 26, Siglufirði.

    Tæknideild er falið að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á gluggum við Fossveg 13, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á suðurhlið húss við Vetrarbraut 14.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram fyrirspurn eiganda Tröllakots um byggingu frístundahúss á lóðinni.

    Með vísun í 19.gr. reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats, þarf fyrirhugað hús að standast ástreymisþrýsting a.m.k. 5kN/m2.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram umsókn um leyfi til að halda 6-10 landnámshænur við Lindargötu 16, Siglufirði.

    Erindi samþykkt en nefndin áréttar að ekki er heimilt að hafa hana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram athugasemd vegna frágangs við malbikun botnlanga við Hafnartún.

    Nefndin felur tæknideild að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 13.13 1707036 Umsókn um lóð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lögð fram umsókn um lóðina Mararbyggð 47, Ólafsfirði.

    Nefndin samþykkir úthlutun á lóðinni fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu málsins til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12. júlí 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 510.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:00.