Sjómannadagurinn 2016 - styrkumsókn

Málsnúmer 1603016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 08.03.2016

Í erindi Sjómannafélags Ólafsfjarðar, dagsett 29. febrúar 2016, er þakkað fyrir styrk sem veittur er til Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð 2016. Jafnframt er þess óskað að félagið fái afslátt af leiguverði í Tjarnarborg og íþróttamiðstöð um sjómannadagshelgina 3. - 5. júní 2016.
Einnig er þess óskað að bæjarfélagið bjóði upp á rútuferðir milli byggðakjarna þessa helgi og að félagið fái afnot af smákofum, sjómannadagshelgina, þeim sem notaðir hafa verið í tengslum við jólamarkað Tjarnarborgar.

Bæjarráð samþykkir afslátt af leigu á Tjarnarborg, afnot af smákofum og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að útfæra rútuferðir í samráði við Sjómannafélag Ólafsfjarðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15.03.2016

128. fundur bæjarstjórnar samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs.

Samkvæmt gjaldskrá Tjarnarborgar þá er ekki innheimt leiga vegna notkunar á húsinu í tengslum við sjómannadaginn.