Ósk um niðurfellingu á gámagjöldum

Málsnúmer 1603037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15.03.2016

Björgunarsveitin Strákar, Siglufirði óskar eftir niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.

Erindi frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 06.06.2016

Tekið fyrir áður frestuðu erindi Björgunarsveitarinnar Strákar, Siglufirði þar sem óskað er eftir niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.

Bæjarráð hafnar fram kominni ósk og bendir björgunarsveitinni á að sækja um styrk innan tilskilins tíma við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, hafnaði bæjarráð ósk Björgunarsveitarinnar Stráka, Siglufirði um niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.

Lögð fram til kynningar viðbrögð og svör við þeirri afgreiðslu.