Ósk um styrk til móts við leigugjald í Aravíti

Málsnúmer 1602034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16.02.2016

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Í erindi Síldarminjasafnsins, dagsett 29. janúar 2016, er lögð fram ósk um styrk á móti leigugjaldi að upphæð 182 þúsund, í geymsluhúsnæði Fjallabyggðar að Lækjargötu 16, Siglufirði.

Hluti safnskosts safnsins hefur verið geymdur þar undanfarin ár, án endurgjalds og á þeim forsendum.

Stefnt er að því að flytja muni yfir í Salthúsið, varðveisluhús safnsins, sem er í uppbyggingu, og verður tekið í notkun í áföngum á næstu árum.

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15.03.2016

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum að hafna styrkbeiðni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að innheimta leigugjaldið.