Styrkumsóknir 2015 - Menningarmál

Málsnúmer 1409036

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23.10.2014

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir sem borist hafa.
Samtals eru umsóknir að upphæð 19,3 milljónir, en úthlutun í fyrra nam 5,3 milljónum.
Tillaga að styrkjum verður tekin til afgreiðslu á fundi nefndarinnar í nóvember.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20.11.2014

Farið yfir umsóknir um menningarstyrki og tillaga gerð til bæjarráðs.
Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að afgreiða umsóknir sem bárust um rekstrarstyrki.

Með hliðsjón af afgreiðslu bæjarráðs gerir Markaðs- og menningarnefnd tillögu að öðrum menningarstyrkjum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir óskar að bókað sé að hún vilji að meira jafnræðis sé gætt við styrkveitingar bæjarfélagsins til safna og viðburða í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 09.12.2014

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir umsóknir um menningarstyrki á 11. fundi sínum 20. nóvember 2014 og gerði tillögu að menningarstyrkjum með hliðsjón af afgreiðslu bæjarráðs um rekstrarstyrki.
Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og var þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Tillaga markaðs- og menningarnefndar ásamt afgreiðslu bæjarráðs er upp á kr. 5.065.000.

Bæjarráð hafnar eftirfarandi styrkumsóknum:

1. Styrkumsókn frá Norrænafélaginu á Siglufirði.
2. Umsókn frá Þorsteini Ásgeirssyni, Ólafsfirði.
3. Umsókn frá Kolbeini Arnbjörnssyni.

Bæjarráð staðfestir framlag til Sigurhæða ses. samkvæmt samningi kr. 1.900.000.
Jafnframt kr. 500.000 til viðhalds samkvæmt samningi.
Bæjarráð boðar stjórn Sigurhæða ses. til fundar á fyrsta fundi á nýju ári til að ræða framtíðaruppbyggingu Sigurhæða ses.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknar frá Þjóðlagahátíð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Þjóðlagaseturs, Gunnsteinn Ólafsson, Guðný Róbertsdóttir og Sigurður Hlöðvesson og upplýstu um stöðu setursins.
Einnig var lagður fram ársreikningur Þjóðlagaseturs 2014 og skýrsla um starfsemina.

Bæjarráð telur mikilvægt að starfsemi setursins sé betur tryggð og mun leggja sitt af mörkum að svo verði með viðræðum við landshlutasamtök og ríki.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30.03.2015

Á 371. fundi bæjarráðs, 9. desember 2014 var samþykkt að fresta afgreiðslu umsóknar vegna Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar og vegna Þjóðlagahátíðar.

Bæjarráð samþykkir að afgreiða styrkveitingu til Þjóðlagahátíðar að upphæð 1.000.000 og 800.000 til Þjóðlagaseturs eins og gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Bæjarráð vonast til að niðurstaða fáist í viðræðum við ráðuneyti, fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar, varðandi aðkomu þess að rekstri Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.