Málefni Sigurhæðar ses

Málsnúmer 1503065

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24.03.2015

Lagt fram erindi frá Sigurhæð ses, dagsett 17. mars 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð í tengslum við hugmyndir um að koma Náttúrugripasafninu fyrir í Strandgötu 4 Ólafsfirði og sölu á Aðalgötu 15 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa stjórnar Sigurhæðar ses á sinn fund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30.03.2015

Á 385. fundi bæjarráðs, 24. mars 2015, var lagt fram erindi frá Sigurhæð ses, dagsett 17. mars 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð í tengslum við hugmyndir um að koma Náttúrugripasafninu fyrir í Strandgötu 4 Ólafsfirði og sölu á Aðalgötu 15 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkti þá að boða fulltrúa stjórnar Sigurhæðar ses á sinn fund.

337. fundur bæjarráðs 16. apríl 2014, samþykkti drög að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina Sigurhæðir ses. sem og tillögu að þjónustusamningi við Sigurhæðir ses. um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs 20. maí 2014.

Á fund bæjarráð mættu fulltrúar Sigurhæðar, Þorsteinn Ásgeirsson og Alda María Traustadóttir.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að húsið við Aðalgötu 15 verði sett á sölu.