Áherslur MN og Air66N

Málsnúmer 1503089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30.03.2015

Lagt fram fundarboð miðvikudaginn 8. apríl á Akureyri um mikilvægi þess að byggt sé upp millilandaflug frá Norður- og Austurlandi.
Að fundinum standa Markaðsstofa Norðurlands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Á fundinn eru boðaðir þingmenn Norðvesturkjördæmis og Norðausturkjördæmis, en auk þeirra fjármálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og innanríkisráðherra.

Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra og oddvita sveitarstjórna eða annarra sem að málinu koma.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fulltrúum bæjarráðs að sækja fundinn.
Markaðs- og menningarfulltrúi mun mæta.