Staða framkvæmdaáætlunar ársins hjá Fjallabyggð

Málsnúmer 1407036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15.07.2014

Lagðar fram til yfirferðar og kynningar fjárhagslegar stöður framkvæmda 14.07.2014.

Búið er að framkvæma fyrir um 150 m.kr, og eftir er að framkvæma fyrir um 170 m.kr.

Til framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar er búið að fjárfesta fyrir tæpar 105 m.kr.

Framkvæmdir við ráðhús bæjarfélagsins fer fram úr áætlun og verður tekið fyrir í viðauka 5.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 04.11.2014

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins og framkvæmdir bornar saman við áætlun.
Ljóst er að í heildina séð eru framkvæmdir á áætlun, en eftir er að ljúka einstökum verkþáttum og sum verk hafa ekki verið innheimt, reikningar ekki komnir.
Í útkomuspá er gert ráð fyrir um 306 m.kr. en í áætlun ársins var gert ráð fyrir um 321 m.kr. til framkvæmda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29.01.2015

Lagt fram til kynningar staða framkvæmdaáætlunar 2014.