Bæjarráð Fjallabyggðar

696. fundur 18. maí 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Möguleg stofnun björgunarmiðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð

Málsnúmer 2105041Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs leggur fram sameiginlega tillögu allra fulltrúa bæjarráðs, þess efnis að bæjarstjóra verði falið að leita eftir viðræðum við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslu Íslands um stofnun varanlegrar björgunarmiðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð, n.t.t á Siglufirði. Einnig leggur formaður fram drög að bréfi til dómsmálaráðherra þar sem sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið að koma að lausn til langrar framtíðar byggðri á mikilvægi þess að tryggja sem best viðbragð við vá á og úti fyrir Norður- og Austurlandi. Lausn felur m.a. í sér að ein þyrla Landhelgisgæslu Íslands hefði aðsetur á flugvellinum á Siglufirði og að mannvirki þar yrðu nýtt fyrir starfsemi þyrlusveitar landhelgisgæslunnar. Einnig er bent á að sá möguleiki er fyrir hendi að á hafnarsvæðinu yrði komið upp aðstöðu sem nýtist tilvonandi varðskipi gæslunnar bæði til legu og geymslu búnaðar. Að síðustu er í bréfinu bent á hve Siglufjörður liggur vel við norðlægum hafsvæðum og norðanverðu hálendi landsins sem og að allar aðstæður í Fjallabyggð séu vel til þess fallnar að byggja upp björgunarmiðstöð Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð, landinu öllu og norðurslóðum til heilla.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda framlögð drög að bréfi og með því óska eftir viðræðum við ráðuneyti og Landhelgisgæslu um þetta góða mál.

2.Hopp rafhlaupahjóla leiga í Fjallabyggð

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun 688. fundar bæjarráðs. Lögð fram bókun Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, dags. 05.05.2021 vegna erindis Eyþórs Mána fh. Hopp Mobility ehf. þar sem fram kemur að fyrirtækið leggur upp með samstarf við Kaffi Klöru ehf. um rekstur stöðvalausrar deilihlaupahjólaleigu. Óskað er eftir undirrituðu vilyrði frá Fjallabyggð um rekstur verkefnisins komandi sumar í tilrauna skyni. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að sett verði upp deilihlaupahjólaleiga í sumar í sveitarfélaginu en telur sig ekki vera aðila að samkomulagi milli Hopp Mobility ehf. og Kaffi Klöru ehf.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að sveitarfélagið mun ekki gefa út vilyrði um rekstur verkefnisins enda ekki aðili að samkomulagi milli Hopp Mobility ehf. og Kaffi Klöru ehf.

Bæjarráð beinir því til aðila að fyllsta öryggis verði gætt við framkvæmd verkefnisins.

3.Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum

Málsnúmer 2101011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 11.05.2021 er varðar áskoranir til allra leik- og grunnskóla á landinu annars vegar og hins vegar til sveitarfélag þar sem skólar eru hvattir til að bjóða oftar eða að lágmarki einu sinni í viku upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur sína til að minnka kolefnisspor sitt. Í kjölfar áskorunarinnar viljum við skora á sveitarfélögin að setja skýr markmið varðandi aukið framboð grænkerafæðis í skólum.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála með tilliti til framboðs á grænkerafæði í skólum sveitarfélagsins.

4.Landsáætlun í skógrækt 2021-2031.

Málsnúmer 2105023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi verkefnisstjórnar landsáætlunar í skógrækt, dags. 07.05.2021 er varðar umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar auk þess sem skila má inn athugasemdum vegna minnihlutaálits verkefnisstjórnar.
Umsagnarfrestur er til 18. júní nk.

Hlekkur : https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/oskad-eftir-umsognum-um-drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt
Lagt fram

5.Bonn-áskorun um útbreiðslu skóga.

Málsnúmer 2105031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarinnar, dags. 10.05.2021 þar sem fram kemur að Skógræktin og Landgræðslan leita til sveitarfélaga til að taka þátt í Bonn- ákorun um útbreiðslu skóga sem er alþjóðlegt átaki um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins. Með verkefnum til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka þessari áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Landgræðslan og Skógræktin óska nú eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá skipulags- og umhverfisnefnd.

6.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2021

Málsnúmer 2105026Vakta málsnúmer

Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 4. júní kl. 15.30 í fundarsalnum F&G á Hilton Reykjavik Nordica (Hótel Loftleiðum). Sam­kvæmt skipulagsskrá eiga samtök, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu sjóðnum til fé fyrir árslok 1992, rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið. Fjallabyggð hefur þennan rétt en tilnefndi ekki fulltrúa á síðasta aðalfund. Tilnefningar fyrir næsta aðalfund þurfa að berast fram­kvæmdastjóra sjóðsins í tölvupósti, kari@hi.is, eigi síðar en 21. maí nk. ásamt netfangi þess sem tilnefndur er.
Staðfest
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.

7.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 12.05.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um barnvænt Íslands - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 12.05.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.
Lagt fram

8.Boðun XXXVI. landsþings sambandsins

Málsnúmer 2101073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11.05.2021 þar sem fram kemur að XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verði haldið rafrænt 21. maí nk.. Þess er óskað að landsþingsfulltrúum verði upplýstir um þessa breytingu. Skráning fulltrúa fer fram á vef sambandsins.
Lagt fram

9.Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis.

Málsnúmer 2104061Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 14. stöðuskýrsla Teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 til ráðgefandi aðila dags. 06.05.2021.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:00.