Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum

Málsnúmer 2101011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12.01.2021

Lagt fram til kynningar erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags 29.12.2020 þar sem skorað er á sveitarfélög að setja skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 696. fundur - 18.05.2021

Lagt fram erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 11.05.2021 er varðar áskoranir til allra leik- og grunnskóla á landinu annars vegar og hins vegar til sveitarfélag þar sem skólar eru hvattir til að bjóða oftar eða að lágmarki einu sinni í viku upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur sína til að minnka kolefnisspor sitt. Í kjölfar áskorunarinnar viljum við skora á sveitarfélögin að setja skýr markmið varðandi aukið framboð grænkerafæðis í skólum.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála með tilliti til framboðs á grænkerafæði í skólum sveitarfélagsins.