Tillögur Mannvirkjastofnunar að reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 1409015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 1. september 2014. Þar kemur fram að vinna við gerð nýrrar reglugerðar um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun hafi staðið yfir að undanförnu. Þar er kveðið á um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða svo og vatnsöflun til slökkvistarfa. Ráðuneytið óskar eftir umsögn um framkomin drög fyrir 24. september n.k.

Búið er að gera úttekt á slökkviliði Fjallabyggðar og voru engar athugasemdir gerðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30.09.2014

Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga, dagsett 24. september 2014, um reglugerð er varðar starfsemi slökkviliða.