Styrkumsókn - opnunartími á íþróttamannvirkjum - áhaldakaup

Málsnúmer 1409082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30.09.2014

Í erindi Lísebetar Haukdóttur frá 18. september 2014, er sótt um leyfi til að opna íþróttamiðstöð fyrir fimleika á laugardögum í Íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir opnun íþróttasalar frá kl. 10:00 - 14:00 og byggir ákvörðun bæjarráðs á kostnaðarmati íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Ósk um að bæjarfélagið fjárfesti í tækjum er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
Erindinu er einnig vísað til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21.10.2014

Íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fund bæjarráðs og fór yfir opnunartíma á sundstöðum bæjarfélagsins og íþróttamiðstöðva og upplýsti bæjarráð um ástæðu fyrir þeirri breytingu sem gerð var á opnunartíma sundlaugar í Ólafsfirði þrátt fyrir að bókun bæjarráðs hafi aðeins tekið til íþróttasalar.
Bæjarráð leggur áherslu á að boðleiðir séu réttar.
Bæjarráð vísar opnunartíma íþróttamiðstöðva til endurskoðunar við fjárhagsáætlunargerð 2015.