Gervigrasvöllur í Fjallabyggð - horft til framtíðar

Málsnúmer 1409076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30.09.2014

Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra KF, dagsett 16. september 2014, er varðar gervigrasvöll í Fjallabyggð.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um áætlaðan kostnað og hugsanlega samstarfsaðila.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 07.01.2015

Framkvæmdarstjóri KF sendi tölvupósta 26.október, 19. nóvember og 16. desember varðandi uppbyggingu á gervigrasvelli í Fjallabyggð.
Bæjarráð óskaði eftir frekari upplýsingum um verkefnið.
Vegna misskilnings hefur málið ekki verið tekið fyrir að nýju og er framkvæmdarstjórinn ekki sáttur með að málið hafi ekki fengið formlega afgreiðslu bæjarráðs.
Framkvæmdarstjórinn bendir einnig á að verkefnið sé til umræðu hjá Dalvíkurbyggð. Er það hans mat og skoðun að rétt sé að taka upp viðræður um samvinnu þessara sveitarfélaga um verkefnið.

Svona veigamikið og kostnaðarsamt verkefni verður ekki framkvæmt af bæjarfélaginu einu og sér, þar af leiðandi telur bæjarráð að bæjarfélagið geti ekki komið að framkvæmdinni að svo stöddu.