Hundamál Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22.07.2014

Fram kemur í erindi frá Sigurlínu Káradóttur í tölvupósti frá 3. júlí 2014, að það svæði sem sveitarfélagið hefur samþykkt að hundaeigendur megi vera með hunda sína sé að mörgu leyti óhentugt þar sem það er ófært megnið af árinu.

Fram koma óskir um að úthluta hundaeigendum almennilegu svæði sem hægt er að nota allt árið sem hundaeigendur geta girt af í sjálfboðavinnu og með styrkjum.

Til fróðleiks tók tæknideild saman kostnað við hundahald í bæjarfélaginu.

Skráðir hundar á árinu 2014, á Siglufirði eru 78 á skrá og í Ólafsfirði eru 75 á skrá.

Tekjur árið 2013 var um 1.500 þúsund. 

Greiddur kostnaður á árinu 2013 var:

Dýralæknir um  kr. 780 þúsund

Auglýsingar um kr. 110 þúsund

Vinna starfsmanna um kr. 300 þúsund

Önnur þjónustukaup um kr. 60 þúsund

Þátttaka í sameiginlegum kostnaði um 730 þúsund

Gjöld umfram tekjur voru um 460 þúsund.

 

Bæjarráð felur tæknideild að kanna hvort hentugra svæði sé fyrir hundaeigendur í Fjallabyggð sem hægt er að nota allt árið.