Reitir 2014

Málsnúmer 1404049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 338. fundur - 29.04.2014

Fyrir hönd Reita óskar Arnar Ómarsson eftir aðkomu bæjarfélagsins að verkefnum sumarsins og nefnir neðanritað.

1. Fjárstyrk að upphæð kr. 200.000.-.

2. Gistipláss í gamla gagnfærðaskólanum fyrir 10 - 15 manns.

3. Gott áfamhaldandi samstarf við bæjarfélagið.

Bæjarráð samþykkir afnot af húsnæði skólans frá 1. júlí til 15. júlí 2014.

Jafnframt samþykkir bæjarráð aðstoð við Reiti eins og verið hefur og felur deildarstjóra tæknideildar að aðstoða Reiti.

Bæjarráð leggur hins vegar áherslu á að styrkumsóknir til verkefna verði að berast á réttum tíma. Fjárstyrk er því hafnað en bæjarráð leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22.07.2014

Lagt fram til kynningar samantekt á verkefnum á vegum Reita, en um er að ræða alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni sem hófst formlega laugardaginn 12. júlí s.l.

Bæjarstjóri og formaður bæjarráð voru viðstödd þegar þátttakendur voru boðnir velkomnir til Fjallabyggðar.