Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða

Málsnúmer 1407040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22.07.2014

Umhverfisstofnun hefur sett saman drög að samningi við sveitarfélög vegna endurgreiðslu á kostnaði við refaveiðar.

Samninsdrögin eru byggð á grundvelli laga nr. 64/1994 um vernd, veiðar og friðun á villtum fuglum og spendýrum.

Sveitarfélögum er gefin kostur á að koma fram með ábendingar fyrir 25. ágúst n.k.

Fram kemur að markmið Umhverfisstofnunar er að hafa yfirsýn á þeim aðgerðum sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum.

Ætlunin er að stofnunin greiði um þriðjung af kostnaði verktaka, en að hámarki kr. 100.000,- fyrir árið 2014. Greiðslan fer fram í lok árs.

Heildarkostnaður Fjallabyggðar var á árinu 2013 var kr. 664.500.- og engin endurgreiðsla fékkst á því ári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.