Lóðarréttur að Brekkugötu 9 og lóðar við bæjarlæk á Brimnesi

Málsnúmer 1103022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 208. fundur - 29.03.2011

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Landslögum - lögmönnum bæjarfélagsins um stöðu mála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 331. fundur - 04.02.2014

Lagt fram vinnuskjal er varðar lóðarrétt að Brekkugötu 9 og við bæjarlæk á Brimnesi, Ólafsfirði.

Eftir yfirferð og skoðun samþykkir bæjarráð fram lagða bókun:

"Með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 27. nóvember 2013 er um að ræða mál vegna atburða sem áttu sér stað um miðja síðustu öld. Kröfur vegna þeirra eru fyrst settar fram núna.

Sveitarfélagið hefur reynt að afla gagna til að upplýsa málið eins og kostur er, en engar nýjar upplýsingar hafa komið fram. Ógerningur er eftir svo langan tíma að staðreyna málavexti eða fullyrðingar aðila enda flestir sem komu að þessum málum gengnir.

Sveitarfélagið getur því ekki fallist á að greiða skaðabætur með vísan til minnisblaðs Landslaga, en hvetur málsaðila til að láta reyna á rétt sinn, telji þeir sig eiga kröfur á hendur sveitarfélaginu.

Varðandi meinta ofgreidda lóðarleigu er lögmanni sveitarfélagsins falið að ræða við lögmann málsaðila og leita samkomulags þar um."

Samþykkt samhljóða.