Samstarfssamningur við TEL - samþykki Landskerfis bókasafna hf

Málsnúmer 1311039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19.11.2013

Lagt fram bréf frá framkvæmdarstjóra Landskerfa bókasafna hf. er varðar samstarfssamning við TEL (The European LIbrary) um að íslensk bókfræðigögn í Gegni verði gerð aðgengileg með ákveðnum leyfisskilmálum, enda geti það talist eðlilegur þáttur af alþjóðlegu samstarfi safna og liður í að koma íslensku menningarefni á framfæri erlendis.
Farið er fram á við sveitarstjórn Fjallabyggðar, sem eins af hluthöfum, hvort gerðar séu athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfisbókasafna hf. er þetta varðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfa bókasafna hf.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27.11.2013

Kynnt afgreiðsla bæjarráðs frá 19. nóvember á erindi Landskerfa bókasafna hf. er varðar samstarfssamning við TEL (The European LIbrary) um að íslensk bókfræðigögn í Gegni verði gerð aðgengileg með ákveðnum leyfisskilmálum, enda geti það talist eðlilegur þáttur af alþjóðlegu samstarfi safna og liður í að koma íslensku menningarefni á framfæri erlendis.
Farið er fram á við sveitarstjórn Fjallabyggðar, sem eins af hluthöfum, hvort gerðar séu athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfisbókasafna hf. er þetta varðar.
Bæjarráð Fjallabyggðar gerði ekki athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfa bókasafna hf.