Kvörtun fjögurra ellilífeyrisþega í Ólafsfirði

Málsnúmer 1311045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19.11.2013

Lagt fram bréf - kvörtun frá fjórum eldri bæjarbúum dags. 11.11.2013 varðandi aðgang að sundlaug.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26.11.2013

Fræðslu- og frístundanefnd telur að núverandi fyrirkomulag á breytilegum opnunartíma á morgnana óheppilegt og samþykkir að sundlaugin verði lokuð frá kl. 8-14 virka daga. Breytingin tekur gildi frá og með 2. desember næstkomandi og gildir þar til annað verður ákveðið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17.12.2013

Lagt fram bréf frá Ásgeiri Ásgeirssyni og Sæunni Axelsdóttur frá 6.12.2013, en í bréfinu koma fram ábendingar og kvartanir um opnunartíma sundlauga á Siglufirði og Ólafsfirði.

Lagt fram bréf frá Axel Pétri Ásgeirssyni frá 9.12.2013 er varðar málefni sundlauga í Fjallabyggð.

Bæjarráð vísar þessum erindum til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.