Bæjarráð Fjallabyggðar

309. fundur 27. ágúst 2013 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Þyrluskíðun í landi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1211069Vakta málsnúmer

Jóhann Hafstein mætir á fund bæjarráðs

Jóhann H. Hafstein f.h. Iceland Heliskiing mætti á fund bæjarráðs og var hann boðinn velkominn.
Jóhann kynnti mögulega stofnun ferðaþjónustufyrirtækis með aðsetur í Fjallabyggð fyrir þyrluskíðamennsku.
Óskað var eftir samningi um afnotarétt á jörðum og landssvæði í eigu sveitarfélagsins, á tímabilinu 1. mars til 20. júní ár hvert.

Bæjarráð þakkaði Jóhanni góða yfirferð og frestar afgreiðslu málsins.

Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir fundi sem hann átti með Jökli Bergmann f.h. Bergmanna ehf. um sambærilega þjónustu og lagði fram til kynningar aðferðarfræði Grýtubakkahrepps er varðar sambærileg mál.

2.Vegur við Ólafsfjarðarvatn að vestanverðu

Málsnúmer 1306048Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til vegamálastjóra er varðar viðhaldsframkvæmdir við veg við Ólafsfjarðarvatn.

3.Nýtt starf markaðs- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1306068Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um 10 umsækjendur.

Þeir eru:

Baldvin Hróar Jónsson
Björn Sigurður Lárusson
Eva Björk Heiðarsdóttir
Jón Páll Ásgeirsson
Jónatan Atli Sveinsson
Kristinn Jakob Reimarsson
Linda Björk Hallgrímsdóttir
Margrét Kristín Pétursdóttir
Nanna Teitsdóttir og
Valgerður Björg Stefánsdóttir

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra og bæjarstjóra að rætt verði við 4 umsækjendur.

Ákvörðun um ráðningu í starfið verður tekin á næsta bæjarráðsfundi.

4.Umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2013

Málsnúmer 1308036Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá styrktarsjóði EBÍ.
Umsóknarfrestur rennur út um næstu mánaðarmót.

Bæjarráð hvetur deildarstjóra og forstöðumenn að hafa í huga við fjárhagsáætlun möguleg verkefni er falla að reglum um styrktarsjóð EBÍ.

5.Bens Unimog árgerð 1965 F-614 fastanúmer HI 294

Málsnúmer 1308039Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri óskar fyrir hönd slökkviliðsins eftir heimild frá bæjarráði til að auglýsa til sölu einn af bílum liðsins.
Þetta er elsti bíllinn, sem er Bens Unimog árgerð 1965, F-614 fastanúmer HI 294.
Þessi bíll hefur verið geymdur í áhaldahúsinu undanfarin ár og er að fylla fimmta tuginn í aldri.
Óvíst er hvert verðgildi bílsins er, hann hefur verið á skrá og tryggður hingað til.
Öryggisins vegna er talið óhætt að fækka í bílaflotanum.
Bæjarráð samþykkir erindið.

6.Leyningsás - Ársreikningur 2012

Málsnúmer 1308038Vakta málsnúmer

Ársreikningur lagður fram til kynningar.

7.Ársreikningur Hornbrekku 2012 og endurskoðunarskýrsla

Málsnúmer 1308035Vakta málsnúmer

Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla lögð fram til kynningar.
Bæjarráð þakkar forstöðumanni og stjórn Hornbrekku fyrir góðan rekstur og störf á árinu 2012.

8.Deiliskipulag - Skólareitur Siglufirði

Málsnúmer 1302013Vakta málsnúmer

Minnisbréf arkitekta lagt fram til kynningar, er varðar framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.

Einnig var lagt fram svar sveitarfélagsins til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á samþykkt bæjarstjórnar á deiliskipulagi fyrir grunnskólareit á Þormóðseyri, Siglufirði.

9.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 49

Málsnúmer 1307008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 9.1 1211089 Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 49

    Bæjarstjórn samþykkti tillögur HLH um rekstur og fjárhagslega úttekt á Fjallabyggð á 90. fundi sínum 12. júní 2013.

    Framkomnum tillögum var vísað til framkvæmda og skoðunar hjá deildarstjórum og forstöðumönnum bæjarfélagsins, þar á meðal til  yfirhafnarvarðar með bréfi dagsettu 20. júní 2013.

    Hafnarstjórn tók bréfið til umræðu og ræddi framkomnar tillögur og ákvarðanir ákvarðanir bæjarstjórnar.

    Fram kom á fundinum að bæjarráð væri að fara yfir þær tillögur er snerta laun og bakvaktir hafnarstarfsmanna og er ætlunin að samræma launakjör á vegum bæjarfélagsins.  Aðrar tillögur eru komnar til framkvæmda.

    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar staðfest á 309. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.
  • 9.2 1308001 Starfsáætlun hafnar 2013
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 49
    Hafnarstjóri lagði fram til kynningar starfsáætlun Fjallabyggðahafna fyrir árið 2013.  Fram kom að ætlunin sé að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 á næsta fundi hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar staðfest á 309. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 01

Málsnúmer 1308001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 01

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar staðfest á 309. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 01

    Umsóknarfrestur um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa rann út 26. júlí 2013. Sex umsóknir bárust um starfið.
    Umsækjendur eru: Bjarki Ármann Oddsson, Dögg Árnadóttir, Gísli Rúnar Gylfason, Haukur Sigurðsson, Kristinn J Reimarsson, Týr Thorarinsson.
    Bæjarstjóri og deildarstjóri hafa boðað umsækjendur til viðtals. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 13. ágúst næst komandi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar staðfest á 309. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 01

    Um þessar mundir er í gangi verðkönnun um skóla- og frístundaakstur meðal þjónustuaðila á svæðinu. Skilafrestur er til 13. ágúst n.k.

    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar staðfest á 309. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 01
    Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar staðfest á 309. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.