Vegur við Ólafsfjarðarvatn að vestanverðu

Málsnúmer 1306048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 302. fundur - 02.07.2013

Lagðar fram fyrirspurnir um veg að vestanverðu við Ólafsfjarðarvatn. Bæjarfélagið telur veginn vera í umsýslu Samgöngustofu (Vegagerðar ríkisins) og er lögð áhersla á úrbætur hið fyrsta. Vegurinn er ekki með fjárheimildir til viðhalds eða endurbóta í áætlun bæjarfélagsins enda hefur vegurinn verið í þjónustu hjá Vegagerð ríkisins fram til þessa. Bæjarráð leggur áherslu á að vegurinn verði tekinn aftur inn í umsjá Samgöngustofu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Lagður fram tölvupóstur frá svæðisstjóra Norðursvæðis hjá Vegagerðinni. Þar kemur fram að búið er að tengja Þóroddsstaði til suðurs og er sá vegur orðinn héraðsvegur nr. 8016 og ber heitið Þóroddsstaðavegur. Sé það ætlun og vilji bæjarráðs að tengja veginn áfram til norðurs þá mun helmingskostnaður við lagfæringar á þeim hluta vegarins lenda á umsækjandanum.

Bæjarráð telur rétt að vísa framkvæmdinni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
Bæjarráð óskar eftir því við Vegagerðina að vegurinn verði gerður akfær þ.e. verði viðhaldið með lágmarksþjónustu í sumar þar til ráðist verði í sameiginlegar lagfæringar á næsta fjárhagsári.
Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati frá Vegagerðinni á umræddum framkvæmdum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 307. fundur - 15.08.2013

Bæjarstjóri lagði fram svar frá Svæðisstjóra Norðursvæðis er varðar veg frá Garði að Þóroddstöðum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita vegamálastjóra bréf, þar sem óskað er eftir því að ráðist verði í viðhald vegarins á árinu 2014.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 309. fundur - 27.08.2013

Lagt fram bréf bæjarstjóra til vegamálastjóra er varðar viðhaldsframkvæmdir við veg við Ólafsfjarðarvatn.