Þyrluskíðun í landi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1211069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27.11.2012

Upplýsingar lagðar fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 04.12.2012

Jökull Bergmann kom á fund bæjarráðs og var hann boðinn velkominn til fundar.
Til umræðu voru hugmyndir hans um þjónustu við þyrluskíðun í bæjarfélaginu.

Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 04.04.2013

Á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar frá því í desember sl. var til umræðu samningur um afnotarétt af landi Fjallabyggðar til þyrsluskíðaferða. Umsækjandi er Bergmann ehf.
Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst á fundinum frá umsækjanda, þar sem fram kemur að fyrirtækið hefur nú einnig undirritað samning við Grýtubakkahrepp um sama málefni.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áætlanir og hugmyndir umsækjanda um þyrluskíðun í Fjallabyggð, en telur ekki rétt að ganga til samninga um einkaleyfi til svo langs tíma.
Bæjarráð vill taka fram, að komi til samstarfs við fyrirtæki í ferðaþjónustu innan Fjallabyggðar um uppbyggingu og aukna þjónustu við ferðamenn, mun málið verða tekið til endurskoðunar.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 309. fundur - 27.08.2013

Jóhann Hafstein mætir á fund bæjarráðs

Jóhann H. Hafstein f.h. Iceland Heliskiing mætti á fund bæjarráðs og var hann boðinn velkominn.
Jóhann kynnti mögulega stofnun ferðaþjónustufyrirtækis með aðsetur í Fjallabyggð fyrir þyrluskíðamennsku.
Óskað var eftir samningi um afnotarétt á jörðum og landssvæði í eigu sveitarfélagsins, á tímabilinu 1. mars til 20. júní ár hvert.

Bæjarráð þakkaði Jóhanni góða yfirferð og frestar afgreiðslu málsins.

Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir fundi sem hann átti með Jökli Bergmann f.h. Bergmanna ehf. um sambærilega þjónustu og lagði fram til kynningar aðferðarfræði Grýtubakkahrepps er varðar sambærileg mál.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 310. fundur - 03.09.2013

Tekið til afgreiðslu erindi Iceland Heliskiing sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs. Í tengslum við mögulega stofnun ferðaþjónustufyrirtækis með aðsetur í Fjallabyggð fyrir þyrluskíðamennsku lá fyrir ósk fyrirtækisins um samning um einkaafnotarétt á jörðum og landssvæði í eigu sveitarfélagsins, á tímabilinu 1. mars til 20. júní ár hvert.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áætlanir og hugmyndir umsækjanda um þyrluskíðun í Fjallabyggð, og býður fyrirtækið hjartanlega velkomið í sveitarfélagið, en telur ekki rétt að ganga til samninga um einkaleyfi að svo stöddu.