Nýtt starf markaðs- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1306068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Lögð fram til kynningar tillaga að umgjörð á nýju starfi á stjórnsýslu- og fjármálasviði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomna tillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Með bréfi dagsettu 26. júlí 2013, hafnar Karítas Skarphéðinsdóttir Neff boði um að taka við nýju starfi markaðs- og menningarfulltrúa í stjórnsýslu- og fjármáladeild.

Bæjarráð samþykkir í ljósi þeirrar ákvörðunar að auglýsa starfið laust til umsóknar og að umsóknarfrestur sé til föstudagsins 16. ágúst n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 308. fundur - 20.08.2013

Farið var yfir þær umsóknir sem borist hafa í starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Þær lagðar fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna úr umsóknum. Tillaga deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála verður lögð fyrir bæjarráð og ákvörðun um ráðningu í starfið verður tekin þriðjudaginn 27. ágúst n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 309. fundur - 27.08.2013

Lagðar fram upplýsingar um 10 umsækjendur.

Þeir eru:

Baldvin Hróar Jónsson
Björn Sigurður Lárusson
Eva Björk Heiðarsdóttir
Jón Páll Ásgeirsson
Jónatan Atli Sveinsson
Kristinn Jakob Reimarsson
Linda Björk Hallgrímsdóttir
Margrét Kristín Pétursdóttir
Nanna Teitsdóttir og
Valgerður Björg Stefánsdóttir

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra og bæjarstjóra að rætt verði við 4 umsækjendur.

Ákvörðun um ráðningu í starfið verður tekin á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 310. fundur - 03.09.2013

Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar og samantekt á viðtölum þeim sem tekin voru við umsækjendur. Jafnframt var lögð fram tillaga skrifstofu- og fjármálastjóra, með rökstuðningi, að Kristinn J. Reimarsson verði ráðinn markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkti tillöguna samhljóða.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28.10.2013

Á 310. fundi bæjarráðs 3. september. s.l. var samþykkt að ráða Kristin J. Reimarsson í starf markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar.  Kristinn mun hefja störf í desemberbyrjun og býður markaðs- og menningarnefnd hann velkominn til starfa.