Bens Unimog árgerð 1965 F-614 fastanúmer HI 294

Málsnúmer 1308039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 309. fundur - 27.08.2013

Slökkviliðsstjóri óskar fyrir hönd slökkviliðsins eftir heimild frá bæjarráði til að auglýsa til sölu einn af bílum liðsins.
Þetta er elsti bíllinn, sem er Bens Unimog árgerð 1965, F-614 fastanúmer HI 294.
Þessi bíll hefur verið geymdur í áhaldahúsinu undanfarin ár og er að fylla fimmta tuginn í aldri.
Óvíst er hvert verðgildi bílsins er, hann hefur verið á skrá og tryggður hingað til.
Öryggisins vegna er talið óhætt að fækka í bílaflotanum.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 311. fundur - 18.09.2013

Þann 3. september auglýsti Fjallabyggð umrædda bifreið til sölu. Tilboð bárust fyrir kl. 14.00 þann 11. september s.l.

Sex tilboð bárust í umrædda bifreið og er tilboði Ingvars B. Eðvarssonar frá Vopnafirði tekið kr. 501.000.-, en það var hæsta tilboð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá sölu bifreiðarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 05.11.2013

Þrjú tilboð bárust í bifreiðina Benz Unimog árgerð 1965.
Bæjarfélagið hefur einnig fengið fyrirspurn frá öðru slökkviliði um yfirtöku á umræddri bifreið.

Bæjarráð áskildi sér rétt til að hafna öllum tilboðum og var það samþykkt.


Bæjarstjóra er falið að hefja viðræður við viðkomandi aðila.