Bæjarráð Fjallabyggðar

303. fundur 09. júlí 2013 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Ályktanir aðalfundar Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1307002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf mótt. 1. júlí 2013 en aðalfundur Hestamannafélagsins Gnýfara var haldinn 21. maí s.l.
Í bréfinu koma fram áherslur fundarins og eru þær helstar þessar.

1. Framlag frá ríkinu til að byggja reiðskemmu í Ólafsfirði.

2. Snjómokstur að félagsheimili Gnýfara s.l. vetur.

3. Snjómokstur á milli tveggja hverfa hins eldra og hins nýja.

4. Stjórn Gnýfara sækir um uppsetningu á lýsingu á milli hverfa.

Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar við gerð áætlunar fyrir árið 2014, en felur deildarstjóra tæknideildar að skoða mokstur svæðisins næsta vetur.

2.Viðhald húsnæðis Ægisgötu 13 Ólafsfirði

Málsnúmer 1306042Vakta málsnúmer

Lögð fram viðhaldsáætlun deildarstjóra tæknideildar fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga.

Áætlaður heildarkostnaður er um 25 m.kr. og er lagt til að verkþáttum í viðhaldi skólahúsnæðisins verði skipt niður á þrjú fjárhagsár.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til gerðar næstu fjárhagsáætlunar, en í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2013 verður unnið að viðhaldi skólahúsnæðisins fyrir um 3 m.kr.

3.Minnisblað vegna skipulags útivistarsvæða í Hóls- og Skarðsdal

Málsnúmer 1202066Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispóstar á milli bæjarstjóra og formanns hestamannafélagsins Glæsis. Einnig var farið yfir fund bæjarstjóra með fulltrúa félagsins í s.l. viku.


Bæjarráð samþykkir að fela tveimur bæjarfulltrúum, einum frá meirihluta, Ingvari Erlingssyni, og öðrum frá minnihluta, Sólrúnu Júlíusdóttur, umboð til að hitta tvo fulltrúa Hestamannafélagsins Glæsis með það í huga að hefja samráðsferli sem á að leiða til sátta í málinu.
Fundur er fyrirhugaður á miðvikudaginn 10.07.2013, kl. 18.30.

Bæjarráð vill árétta að bæjarfélagið hefur nú þegar gefið út framkvæmdarleyfi fyrir hluta af svæðinu sem ætlað er fyrir golfvöll í samræmi við deiliskipulag.

Það er því ekki ætlunin að afturkalla leyfið enda hefur Fjallabyggð boðað í bréfi 11. júní 2012 að bættur verði sá skaði sem hestamannafélagið Glæsir kann að verða fyrir vegna flutnings af hluta af svæðinu.

4.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu dags. 2. júlí 2013.

Félagið hvetur Fjallabyggð til að leggja áherslu á faglegt frístundastarf, m.a. í félagsmiðstöðum og hjá eldri bæjarbúum og stíga varlega til jarðar þegar gera á breytingar eða hagræða í þessum málaflokki.

Lagt fram til kynningar.

5.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1307003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 28. júní 2013 um nokkur atriði sem geta komið að gagni við undirbúning að gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir næsta ár og við gerð þriggja ára áætlunar.
Einnig tillaga bæjarstjóra að fjárhagsáætlunarferli, skilgreiningu á hlutverkum og tímasetningu verkþátta.

6.Mánaðarleg launayfirlit 2013

Málsnúmer 1303045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir janúar til júní 2013.
Niðurstaðan fyrir heildina er 415 m.kr. sem er um 98% af áætlun tímabilsins sem var 422 m.kr.
Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 10 m. kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun samtals um 17 m.kr.

7.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra 2013

Málsnúmer 1301024Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 2. júlí lögð fram til kynningar.

8.Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1301025Vakta málsnúmer

Fundargerð 807. fundar frá 28. júní lögð fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 14. júní 2013

Málsnúmer 1306004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, gerði grein fyrir fundargerð.

  • 9.1 1305059 Skólamötuneyti veturinn 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 14. júní 2013
    Lagðar fram upplýsingar um verðkönnun sem gerð var vegna skólamáltíða fyrir nemendur/starfsmenn á Siglufirði veturinn 2013-2014.
    Allinn og Rauðka skiluðu inn tilboði.
    Áður en afstaða verður tekin til verðkönnunar óskar fræðslunefnd eftir sýnishorni af matseðli vegna skólamáltíðar frá báðum aðilum sem skiluðu inn tilboði í verðkönnunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar staðfest á 303. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.
  • 9.2 1305018 Skóla- og frístundaakstur 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 14. júní 2013
    Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að skoðað verði ítarlega að skólaakstur geti hafist kl 07:45 frá báðum byggðarkjörnum, svo skólahald geti hafist kl 08:10 í öllum starfsstöðvum grunnskóla Fjallabyggðar.
    Fræðslunefnd vísar erindinu til fullnaðar afgreiðslu í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar staðfest á 303. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.

10.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 20. júní 2013

Málsnúmer 1306007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, gerði grein fyrir fundargerð.
  • 10.1 1305059 Skólamötuneyti veturinn 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 20. júní 2013
    Á 88. fundi fræðslunefndar var samþykkt að áður en afstaða yrði tekin til niðurstöðu verðkönnunar að óska eftir sýnishorni af matseðli vegna skólamáltíðar frá báðum aðilum sem skiluðu inn tilboði.
    Lögð fram sýnishorn matseðla og þau yfirfarin.
    Allinn bauð kr. 850 p/máltíð fyrir nemendur og starfsmenn.
    Rauðka bauð kr. 800 p/máltíð fyrir nemendur og kr. 830 fyrir starfsmenn.
    Fræðslunefnd samþykkir með 3 atkvæðum að taka tilboði frá Rauðku í skólamáltíðir.
    Sólrún Júlíusdóttir sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun.
    "Undirrituð telur að bjóða hefði átt út skólamáltíðir með vísan til innkaupareglna Fjallabyggðar.
    Þar er 17.500.000,- mark sem hér er farið yfir. 118 börn og núgildandi samningur 850 kr. sem er ríflega 18 milljónir."
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar staðfest á 303. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.