Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 20. júní 2013

Málsnúmer 1306007F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 303. fundur - 09.07.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1305059 Skólamötuneyti veturinn 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 20. júní 2013
    Á 88. fundi fræðslunefndar var samþykkt að áður en afstaða yrði tekin til niðurstöðu verðkönnunar að óska eftir sýnishorni af matseðli vegna skólamáltíðar frá báðum aðilum sem skiluðu inn tilboði.
    Lögð fram sýnishorn matseðla og þau yfirfarin.
    Allinn bauð kr. 850 p/máltíð fyrir nemendur og starfsmenn.
    Rauðka bauð kr. 800 p/máltíð fyrir nemendur og kr. 830 fyrir starfsmenn.
    Fræðslunefnd samþykkir með 3 atkvæðum að taka tilboði frá Rauðku í skólamáltíðir.
    Sólrún Júlíusdóttir sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun.
    "Undirrituð telur að bjóða hefði átt út skólamáltíðir með vísan til innkaupareglna Fjallabyggðar.
    Þar er 17.500.000,- mark sem hér er farið yfir. 118 börn og núgildandi samningur 850 kr. sem er ríflega 18 milljónir."
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar staðfest á 303. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.