Minnisblað vegna skipulags útivistarsvæða í Hóls- og Skarðsdal

Málsnúmer 1202066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21.02.2012

Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra frá 14.09.2012.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 302. fundur - 02.07.2013

Lagt fram bréf frá stjórn hestamannafélagsins Glæsi, dags. 28.06.2013.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 303. fundur - 09.07.2013

Lagðir fram minnispóstar á milli bæjarstjóra og formanns hestamannafélagsins Glæsis. Einnig var farið yfir fund bæjarstjóra með fulltrúa félagsins í s.l. viku.


Bæjarráð samþykkir að fela tveimur bæjarfulltrúum, einum frá meirihluta, Ingvari Erlingssyni, og öðrum frá minnihluta, Sólrúnu Júlíusdóttur, umboð til að hitta tvo fulltrúa Hestamannafélagsins Glæsis með það í huga að hefja samráðsferli sem á að leiða til sátta í málinu.
Fundur er fyrirhugaður á miðvikudaginn 10.07.2013, kl. 18.30.

Bæjarráð vill árétta að bæjarfélagið hefur nú þegar gefið út framkvæmdarleyfi fyrir hluta af svæðinu sem ætlað er fyrir golfvöll í samræmi við deiliskipulag.

Það er því ekki ætlunin að afturkalla leyfið enda hefur Fjallabyggð boðað í bréfi 11. júní 2012 að bættur verði sá skaði sem hestamannafélagið Glæsir kann að verða fyrir vegna flutnings af hluta af svæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Lögð fram fundargerð fulltrúa Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsis, vegna Ræktunarsamnings fyrir skeiðvelli og aðra aðstöðu.

 

Meirihluti bæjarráðs telur rétt að ljúka samningum á grundvelli þeirra forsenda sem fram koma í umræddri fundargerð.

Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum, en Egill Rögnvaldsson lagði fram neðanritaða bókun.

"Í ljósi aðstæðna er rétt að meta það beitarland sem verið er að nýta undir hrossabeit í dag, áður en nýju landi er úthlutað til frekari beitar til Hestamannafélagsins Glæsis.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Lagður fram samningur við hestamannafélagið Glæsi á Siglufirði. Eftir yfirferð og umræður samþykkir bæjarráð með tveimur atkvæðum samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd Fjallabyggðar.
Samningur verður lagður fram til kynningar á opnum stjórnarfundi hestamannafélagsins Glæsi síðar í kvöld.
Egill Rögnvaldsson greiddi atkvæði á móti samningnum og óskaði að bókað yrði neðanritað:

"Ég undirritaður get ekki samþykkt samninginn því eins og ég hef  bókað áður á bæjarráðsfundi vil ég að fram fari úttekt á því landssvæði sem hestamenn hafa til beitar í Siglufirði"

Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25.09.2013

Lagt fram til kynningar undirritað samkomulag/samningur, af hálfu Fjallabyggðar við Hestamannafélagið Glæsir um bætur vegna innköllunar á 10,8 hektara svæðis sem Glæsir hafi samkvæmt samningi dagsettum 25. maí 2009.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 07.10.2014

Lagður fram til kynningar samningur við Hestamannafélagið Glæsi frá 23. september 2013, um bætur vegna innköllunar á 10,8 hektara svæðis sem Glæsir hafði samkvæmt samningi dags. 25. maí 2009.

Bæjarráð vísar samningnum til gerðar fjárhagsáætlunar.