Ályktanir aðalfundar Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1307002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 303. fundur - 09.07.2013

Lagt fram bréf mótt. 1. júlí 2013 en aðalfundur Hestamannafélagsins Gnýfara var haldinn 21. maí s.l.
Í bréfinu koma fram áherslur fundarins og eru þær helstar þessar.

1. Framlag frá ríkinu til að byggja reiðskemmu í Ólafsfirði.

2. Snjómokstur að félagsheimili Gnýfara s.l. vetur.

3. Snjómokstur á milli tveggja hverfa hins eldra og hins nýja.

4. Stjórn Gnýfara sækir um uppsetningu á lýsingu á milli hverfa.

Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar við gerð áætlunar fyrir árið 2014, en felur deildarstjóra tæknideildar að skoða mokstur svæðisins næsta vetur.