Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 14. júní 2013

Málsnúmer 1306004F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 303. fundur - 09.07.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1305059 Skólamötuneyti veturinn 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 14. júní 2013
    Lagðar fram upplýsingar um verðkönnun sem gerð var vegna skólamáltíða fyrir nemendur/starfsmenn á Siglufirði veturinn 2013-2014.
    Allinn og Rauðka skiluðu inn tilboði.
    Áður en afstaða verður tekin til verðkönnunar óskar fræðslunefnd eftir sýnishorni af matseðli vegna skólamáltíðar frá báðum aðilum sem skiluðu inn tilboði í verðkönnunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar staðfest á 303. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.
  • .2 1305018 Skóla- og frístundaakstur 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 14. júní 2013
    Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að skoðað verði ítarlega að skólaakstur geti hafist kl 07:45 frá báðum byggðarkjörnum, svo skólahald geti hafist kl 08:10 í öllum starfsstöðvum grunnskóla Fjallabyggðar.
    Fræðslunefnd vísar erindinu til fullnaðar afgreiðslu í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar staðfest á 303. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.