Almenningssamgöngur á vegum Eyþings

Málsnúmer 1112060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 241. fundur - 20.12.2011

Bæjarstjóri, sem jafnframt er formaður nefndar á vegum Eyþings, lagði fram upplýsingar um stöðu mála og niðurstöður stjórnar Eyþings er varðar verkefnið.

Lögð voru fram eftirtalin gögn.

1. Frá VSÓ um framtíðartækifæri almenningssamgangna á svæði Eyþings.

2. Samningur um kostnaðarskiptingu vegna rekstrar almenningssamgangna milli Reykjavíkur og Akureyrar.

3. Minnisblað frá VSÓ frá 09.12.2011.

4. Samningur aðildarsveitarfélaga Eyþings um kostnaðarskiptingu vegna samgangna.

Á fundi Eyþings föstudaginn 16.12.2011 var samþykkt tillaga bæjarstjóra Fjallabyggðar um að Eyþing tæki við verkefninu frá og með næstu áramótum af Vegagerð ríkisins.

Sú tillaga var samþykkt einróma.

Gert er ráð fyrir að samræma allt áætlunarkerfið á Norðurlandi þannig, að t.d. verða ferðir frá Siglufirði þrisvar á dag alla daga vikunnar og ein á sunnudögum.

Það er markmið undirbúningsnefndar að vinna hratt í málinu eftir áramótin, þannig að ný áætlun geti tekið sem fyrst gildi á nýju ári.

Lagt fram til kynningar og er bæjarstjóra veitt umboð til að ljúka málinu f.h. Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 248. fundur - 28.02.2012

Lögð fram fundargerð frá 5. fundi nefndar um almenningssamgöngur á vegum Eyþings frá 24. febrúar 2012.

Þar er m.a. fært til bókar að gera þurfi strax breytingar á akstri til Siglufjarðar, en endastöð á núverandi akstri er í Ólafsfirði.

Bæjarráð fagnar fram komnum upplýsingum og leggur áherslu á að umræddur akstur hefjist strax. Umrædd breyting - aukin þjónusta var forsenda bæjarráðs, er varðar aðkomu Fjallabyggðar að yfirtöku Eyþings að stjórnun almenningssamgangna á akstri sem áður var á hendi Vegagerðar ríkisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20.03.2012

Á fundi nefndar á vegum Eyþings þann 1. mars s.l. var VSÓ falið að skoða nýjar tillögur um þjónustu almenningssamgangna á svæðinu.

Nefndin hefur nú samþykkt á fundi sínum 13. mars tillögu nr. 2 í framsettum tillögum VSÓ.

Á 8. fundi nefndarinnar var m.a. samþykkt einróma í nefndinni að kalla eftir samþykki stjórnar á fram kominni tillögu, en þar er lögð áhersla á að bæta m.a. samgöngur til Siglufjarðar frá Akureyri.

Stjórn Eyþings hefur nú fallist á tillögur nefndarinnar en eftir er að fá fjármagn til að standa undir þessum væntingum frá Vegagerð ríkisins.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 04.09.2012

Lagður fram undirritaður samningur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 310. fundur - 03.09.2013

Lagt fram minnisblað nefndar á vegum Eyþings um almenningssamgöngur dagsett 17.07.2013.
Einnig fylgigögn er tengjast málinu.
Það er megin niðurstaða nefndarinnar að forsendur fyrir verkefninu sem samið var um við Vegagerðina í desember 2012, séu ekki til staðar og endurmeta beri aðkomu Eyþings að því.