Göngur og réttir í Ólafsfirði

Málsnúmer 1208093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 04.09.2012

Lagt fram bréf frá Sveinbirni Þ. Sveinbjörnssyni um hugmyndir hans um að byggja nýja fjárrétt miðsvæðis.

Ekki er gert ráð fyrir að bæjarfélagið byggi fjárrétt á næstunni".

Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 06.11.2012

Í erindi, búfjáreftirlitsmanns sveitarfélagsins til bæjarráðs dagsett 28. október 2012, er fjallað um staðsetningu fjárrétta í Ólafsfirði.
Lagt er til að fjárréttin að Reykjum verði notuð sem aðalrétt, með tveimur aukaréttum, önnur yrði staðsett vestan megin í landi Garðs eða Ósbrekku og hin að austanverðu í landi Hólkots.
Bæjarráð samþykkir tillögu búfjáreftirlitsmanns.