Sorpmóttaka Siglufirði - opnun tilboða

Málsnúmer 1208033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 267. fundur - 21.08.2012

Tæknideild hefur boðið út verkið Gámasvæði á Siglufirði með verk- og útboðslýsingu ásamt tilboðsblaði.

Um er að ræða girðingu umhverfis svæðið með tveimur hliðum, gröft fyrir lögnum, lagnir, stoðveggi, fyllingu í plan og lagnaskurði.

Eitt tilboð barst í verkið kr. 12.250.000.- sem er yfir kostnaðaráætlun eða 123,3%.

Verkfræðistofa Siglufjarðar hefur yfirfarið tilboðið.
Bæjarráð samþykkir að hafna tilboðinu, en að deildarstjóra tæknideildar verði falið að taka upp viðræður við bjóðendur í ljósi þeirra skýringa sem fram koma í samanburði á tilboði og kostnaðaráætlun. 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 04.09.2012

Tilboð um vinnu við Gámasvæði á Siglufirði við Berg ehf. lagt fram til samþykktar.

Áætlaður kostnaður við verkið er kr. 10.658.800 - eða um 107.3 % af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir fram komið tilboð.