Bæjarráð Fjallabyggðar

220. fundur 05. júlí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Hlöðversson varaáheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Tillaga um skipun byggingarnefndar vegna skólahúsnæðis í Fjallabyggð

Málsnúmer 1106102Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram erindisbréf fyrir starfshóp um byggingarframkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar. Starfshópurinn er skipaður neðanrituðum.
Frá B - lista. Kristinn Gylfason aðalmaður og Katrín Freysdóttir.
Frá D - lista S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður og Óskar Sigurbjörnsson.
Frá S - lista Guðbjörn Arngrímsson aðalmaður og Jakob Kárason.
Frá T - lista Jóna Vilhelmina Héðinsdóttir aðalmaður og Hafþór Kolbeinsson.
Verksvið starfshópsins kemur fram í erindisbréfi og tekur á undirbúningi, framkvæmdum og eftirfylgni.
Samþykkt samhljóða.
Formaður starfshópsins og oddamaður er Sigurður Valur Ásbjarnarson og varamaður hans Ármann Viðar Sigurðsson.

Er varðar 1. lið í fundarboði bæjarráðs er lögð fram tillaga frá Agli Rögnvaldssyni um að vinna fari af stað í Ólafsfirði, þar sé þörfin meiri og ekki sjáanleg sama þörf fyrir framkvæmdir í skólamálum á Siglufirði og margt annað brýnna í Fjallabyggð er varðar atvinnusköpun og fl. Framkvæmdir á Siglufirði gætu hafist þegar lokið er við framkvæmdir í Ólafsfirði árið 2014.

Vegna tillögu Egils Rögnvaldssonar lögðu Ingvar Erlingsson, Bjarkey Gunnarsdóttir og Ólafur Helgi Marteinsson fram eftirfarandi bókun:

"Á þessu og síðasta kjörtímabili hefur mikil vinna farið í að greina húsnæðisþörf Grunnskóla Fjallabyggðar. Í nefndum sem fjallað hafa um málið svo og í bæjarráði og bæjarstjórn, sbr. gerð þriggja ára áætlunar, hefur mikil eindrægni ríkt um þá niðurstöðu að þörfum Grunnskólans sé best mætt með viðbyggingum bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Með viðbyggingum er faglegum kröfum til húsnæðis grunnskóla mætt. Auk þess mun rekstrarkostnaður Grunnskólans lækka umtalsvert. Því leggjum við til að tillagan verði felld."

Tillagan var felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Egils.

2.Umsókn um fjárhúsabyggingu, þar sem skipulögð er hesthúsabyggð

Málsnúmer 1106076Vakta málsnúmer

Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið vegna tengsla við málsaðila.
Bæjarráð vísaði erindi Óðins Freys Rögnvaldssonar og Haraldar Björnssonar um umsókn vegna fjárhúsabyggingu til skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin samþykkti smávægilegar breytingar á samþykktu skipulagi og hefur skipulagsfræðingur bæjarfélagsins gert lagfæringar á deiliskipulagi svæðisins. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir að deiliskipulagstillaga "Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði" sem auglýst var þann 15. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 27. desember 2010 verði breytt óverulega. Breytingin felur í sér að lóðir fyrir fjárhúsbyggingar flytjast á merktar lóðir fyrir hesthús nr 7-12. Byggingarreitir sem áður voru merktir fyrir fjárhús sunnan við núverandi hesthúsabyggð verða felldir út. Þannig fækkar nýjum lóðum fyrir hesthús úr 12 í 6. Fjöldi lóða fyrir fjárhús helst óbreyttur. Breytingin kemur einnig betur út vegna ofanflóðamála og minni spjöll verða á votlendi.

Bæjarráð lítur svo á að um óverulega breytingu sé að ræða á auglýstri skipulagstillögu og krefjist því ekki endurauglýsingar.
Bæjarráð samþykkir að breytingin verði auglýst í staðarblaði og almenningi bent á grein 10.1 í skipulagsreglugerð um eins mánaðar kærufrest.
Eftir birtingu auglýsingarinnar verði skipulagstillagan send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir umræddar breytingar samhljóða.

3.Stækkun og endurbætur Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1106103Vakta málsnúmer












Bæjarstjóri fór yfir þær tillögur sem gerðar hafa verið af arkitektum um stækkun við Grunnskóla Fjallabyggðar. Tillögur þessar byggja á ábendingum frá vinnuhóp bæjarráðs og ábendingum frá skólastjórnendum. Bæjarfélagið hefur látið arkitekta koma fram með tillögur að umræddum nauðsynlegum framkvæmdum. Arkitektar hafa mætt á tvo fundi með fagkennurum, skólastjórnendum og nefndarfólki bæjarfélagsins. Fram hafa komið góðar ábendingar um stærðir, staðsetningar og byggingaráform og er ljóst að búið er að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið á þessum fundum.



Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Ólafi H. Marteinssyni og Ingvari Erlingssyni.

"Bæjarráð telur rétt að boða til fundar með skipulags- og umhverfisnefnd, fræðslunefnd, skólastjórnendum og kennurum grunnskólans til að kynna þær hugmyndir sem nálgast best fram komnar ábendingar og þarfir um stækkun skólans.


Ætlunin er eftir þann kynningarfund að fela arkitektum að vinna byggingarnefndarteikningar og að fá til verksins verkfræðinga til að vinna verkfræðiteikningar og er stefnt að útboði næsta haust.


Bæjarráðs vill einnig taka fram að verkáfangar verða metnir að nýju þegar nákvæm útfærsla og kostnaðaráætlun liggur fyrir. Öllum er ljóst að í mikið er ráðist.
Bæjarráðs telur rétt að Fjallabyggð geti boðið upp á góða kennsluaðstöðu í tveimur skólahúsum í stað þriggja. Áætlaður sparnaður er umtalsverður og vísast í greinargerð frá síðasta kjörtímabili því til staðfestingar.


Bæjarráð leggur því áherslu á að sérkennslustofur verða tilbúnar fyrir kennslu haustið 2012 og er áætlaður kostnaður þeirra í samræmi við þriggja ára áætlun bæjarfélagsins.


Bæjarráð mun auk þess á fundi með fræðslunefnd, skólastjórnendum og kennurum, taka til umræðu fyrirkomulag kennslu frá árinu 2012.



Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum. Egill Rögnvaldsson greiddi atkvæði á móti.


Bjarkey Gunnarsdóttir óskaði að bókað yrði að hún væri fylgjandi samþykktri tillögu.


 


Egill Rögnvaldsson lagði fram neðanritaða bókun "Ég get ekki tekið undir bókun meirihlutans, en lýsi þeirri skoðun minni að ráðast í hönnun, kostnaðaráætlun og hefja framkvæmdir við skólahúsnæðið sem fyrst í Ólafsfirði og síðan árið 2014 við skólahúsið á Siglufirði þegar öllu er lokið í Ólafsfirði."
Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga um hönnun við arkitekta og verkfræðinga á grundvelli þeirra hugmynda um framkvæmdir sem nú liggja fyrir.

4.Sorpvinnsla í Áhaldahúsi bæjarins á Siglufirði

Málsnúmer 1106081Vakta málsnúmer

Ræddar voru hugmyndir um gámaplön á Siglufiðri og Ólafsfirði sem og framtíðarnýtingu á hluta af húsnæði þjónustumiðstöðvar þ.e. Aravítis.


Bæjarráð var einhuga í að Aravíti (þjónustumiðstöð bæjarfélagsins) verði ekki notað undir gámasvæði fyrir móttöku sorps fyrir Siglufjörð.

Nýjar tillögur um lausn þeirra mála verða lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.

 

5.Fyrirspurn um afgreiðslu styrkumsókna til sveitarfélagsins

Málsnúmer 1107005Vakta málsnúmer

Baldvin Ingimarssyni ítrekar í tölvupósti sínum til bæjarfulltrúa Fjallabyggðar óskir foreldra leikmanna í 3 flokki KF umsókn um styrk og vísar í nokkrar afgreiðslur um styrki sem bæjarfélagið hefur veitt.

 

Bæjarráð hafði á 217. fundi sínum hafnað erindinu. Þar er og vakin athygli á því að félögin sæki um styrki þegar auglýst verður eftir þeim.


Bæjarráð áréttar fyrri afgreiðslu og tók þar fram "að allar umsóknir er varðar almenna íþróttastarfsemi er tekin við gerð fjárhagsáætlunar". 
Í samræmi við þessa vinnureglu hefur slíkum umsóknum verið hafnað hvort sem um er að ræða foreldra eða einstök íþróttafélög.

Undantekning er gerð á þessari megin reglu þegar um er að ræða einstaklinga búsetta í bæjarfélaginu sem er boðið að taka þátt í stórmótum f.h. Íslands eða sambærileg mót.

Samþykkt samhljóða. 

6.Breyting á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, með síðari breytingum.

Málsnúmer 1106127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar breytingar á lögum sem tóku gildi frá og með 31. maí 2011 en um er að ræða upplýsingar um innistæður sem njóta ekki verndar samkvæmt lögum.

Samkvæmt þeim njóta innstæður sveitarfélaga ekki verndar samkvæmt lögum þessum.

7.Sjávarútvegssýningin 22-24. september

Málsnúmer 1106118Vakta málsnúmer

Sjávarútvegssýning verður haldinn frá 22. til 24. september n.k. í Smáranum í Kópavogi.

Bæjarráð telur ekki ástæðu til að taka þátt í sýningunni að þessu sinni. Bæjarráð bendir á að verið sé að vinna að markaðsátaki hafnarinnar - verkefnið kallast hafnsækin starfsemi og verður sú niðurstaða notuð í markaðssetningu hafnarinnar á næstu árum.

Bæjarstjóra er falið að láta fyrrum samstarfsaðila að sýningunni vita af niðurstöðu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

8.Evrópskir styrkir til þekkingaruppbyggingar

Málsnúmer 1106131Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um þekkingaruppbyggingu á byggðastefnu með aðstoð ESB. Fram kemur að hægt sé að velja á milli þriggja leiða.

Um er að ræða vinnufundi um eitthvað tiltekið málefni, að fá sérfræðinga til að koma til Íslands eða að kynna sér starfsemi á sínu sviði í aðildarríkjum ESB.

9.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62

Málsnúmer 1105014FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

Bjarkey Gunnarsdóttir vek af fundi undir 3. dagskrárlið.

Fundargerðin samþykkt án athugasemda.

  • 9.1 1106006 Beiðni um að ráða iðjuþjálfa
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.2 1106050 Skipulagsdagar á Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.3 1106005 Umsókn um leyfi skólaárið 2011-2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar <DIV>
    <DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vek af fundi undir lið 9.3.<BR>Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • 9.4 1106004 Skipting 9. bekkjar veturinn 2011-2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.5 1106003 Starfsmannamál grunnskólans
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.6 1012047 Tilmæli til skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um gerð rýmiáætlunar og æfingar vegna elds
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.7 1105125 Samkomulag um tónlistarfræðslu
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.8 1005030 Húsnæðismál nýja Tónskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.9 1106041 Kjarasamningar tónlistarkennara
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.10 1106039 Skólaslit Tónskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.11 1106038 Skóladagatal Tónskóla Fjallabyggðar 2011-2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 9.12 1105092 Kynningarbréf ADHD samtakanna
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 62 Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33

Málsnúmer 1106005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

Fundargerðin samþykkt án athugasemda

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 10.3 1106045 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 10.4 1106046 Gámaleyfi
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 10.9 1102147 Staða verkefna
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.

11.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44

Málsnúmer 1105018FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

Fundargerðin samþykkt án athugasemda.

  • 11.1 1105156 Síldarævintýrið 2011
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.2 1105169 Hátíðir sumarsins 2011
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44



    Eftirfarandi menningarhátíðir verða í Fjallabyggð sumarið 2011:

     

    Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði 3.-5. júní.

    17. júní hátíðarhöld í Ólafsfirði.

    Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 24. júní.

    Blúshátíð í Ólafsfirði 31. júní-2. júlí.

    Strandmenningarhátíð (Sail Húsavík) á Siglufirði 17.-23. júní.

    Síldarævintýrið á Siglufirði 29. júlí-1. ágúst.

    Berjadagar í Ólafsfirði 12.-14. ágúst.

    Ljóðahátíð á Siglufirði 8.-10. september.

     

     
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.3 1105170 Hátíðarhöld 17. júní 2011
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.4 1105171 List án landamæra 2011 - þátttaka Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.5 1105174 Náttúrugripasafn - náttúrufræðisetur, staða mála
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.6 1105175 Ljóðasetur Íslands á Siglufirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.7 1106052 Opnunartími Bókasafns Fjallabyggðar sumar 2011
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.8 1104026 Alþýðuhúsið á Siglufirði og tún sunnan við - framtíðarnýting
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.9 1106021 Listavek á Saurbæjarás
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.10 1105173 Safnadagurinn 7. maí 2011
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.11 1105172 Safnasýning í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.12 1106001 Leikfélagið Lotta sýnir Mjallhvíti og dvergana sjö í Ólafsfirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.13 1105080 Verndun og endurnýjun trébáta
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.14 1105134 Kynning á töku gamalla skipsviða í Hvanneyrarkrók á Siglufirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.15 1105009 Ríkisframlög til safnastarfs
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 11.16 1105071 Árleg hátíð hafsins í Reykjavík
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 44 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.

12.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 56

Málsnúmer 1106001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

Fundargerðin samþykkt án athugasemda.

13.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116

Málsnúmer 1106008FVakta málsnúmer



Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.


Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir lið 13.16.
Fundargerðin samþykkt án athugasemda.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 13.7 1106095 Lóðaleigusamningur
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 13.8 1106096 Lóðaleigusamningur
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 13.11 1106100 Umsókn um lóð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 13.12 1106098 Upplýsingaskilti
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116 Bókun fundar <DIV>
    <DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.<BR>Afgreiðsla 116. fundar staðfest á 220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>

Fundi slitið - kl. 19:00.