Sorpvinnsla í Áhaldahúsi bæjarins á Siglufirði

Málsnúmer 1106081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 218. fundur - 21.06.2011

Eigandi húsnæðis að Lækjargötu 13 e.h. Siglufirði óskar eftir í erindi sínu dagsettu 14. júní 2011, að fá upplýsingar um hvort vinna með sorp komi til með að vera í húsnæði sveitarfélagsins, Aravíti að Lækjargötu 16 Siglufirði.  Bréfritari telur að verði af því þurfi hann að kanna rétt sinn gagnvart þeirri stöðu.

Í tengslum við skoðun á mögulegu gámasvæði í húsinu var upplýsingum frá deildarstjóra tæknideildar um starfsleyfisskilyrði slíkra stöðva kynnt fyrir bæjarráði.

Bæjarráð hefur ekki tekið afstöðu til málsins þar sem beðið er eftir upplýsingum frá vinnueftirliti og skipulagsstofnun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 220. fundur - 05.07.2011

Ræddar voru hugmyndir um gámaplön á Siglufiðri og Ólafsfirði sem og framtíðarnýtingu á hluta af húsnæði þjónustumiðstöðvar þ.e. Aravítis.


Bæjarráð var einhuga í að Aravíti (þjónustumiðstöð bæjarfélagsins) verði ekki notað undir gámasvæði fyrir móttöku sorps fyrir Siglufjörð.

Nýjar tillögur um lausn þeirra mála verða lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.