Hafnarstjórn Fjallabyggðar

33. fundur 09. júní 2011 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Legupláss og stækkun bryggjudekks

Málsnúmer 1106024Vakta málsnúmer

Rauðka ehf. sækir um legupláss fyrir Steina Vigg frá júní til ágústloka við norðurkant á smábátahöfninni fyrir framan athafnasvæði félagsins. Lögð var fram teikning af hugmyndum félagsins.

Einnig sækir Rauðka ehf. um heimild til að brúa bil á milli bryggjunnar á því svæði og að götu. Þetta er gert til að skapa aðstöðu fyrir sjóstangveiðifólk til að flaka og ganga frá veiði dagsins.

 

Hafnarstjórn telur mikinn vanda felast í umsókn þessari og telur sér ekki fært að verða við umsókninni er varðar breytingar á hafnarmannvirkjum á þessum stað. Yfirhafnarverði hefur verið falið að  úthluta svæðum fyrir báta sem eru í viðskiptum við höfnina.

2.Trébryggja við austurkant smábátahafnar, ástandsskoðun

Málsnúmer 1105050Vakta málsnúmer

Fram hafa komið hugmyndir um að lagfæra núverandi austurkant á smábátabryggju með því efni sem bæjarfélagið á, en halda dekkinu óbreyttu þar til ráðist verður í gagngerar framkvæmdir á næsta fjárhagsári. Dekkið yrði opnað og reknir niður staurar við hlið þeirra sem nú eru farnir í sundur. Talið er að verkið sé einfalt, en eftir er að kanna kostnaðinn.

Hafnarstjórn telur rétt að fá kostnaðaráætlun fyrir verkið og skoðun Siglingastofnunar á slíkri framkvæmd. Lögð er áhersla á að framkvæmdin sé skoðuð sem áfangi í frekari endurbyggingu.

 

3.Flotbryggjur

Málsnúmer 1106045Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður lagði fram ljósmyndir af flotbryggjum sem byggðar hafa verið í Hafnarfirði. Um er að ræða nýja gerð sem lofar góðu.

Hafnarstjórn telur eðlilegt að bæjarfélagið stuðli að kaupum á slíkum hafnarmannvirkjum, þar sem þær eru mun ódýrari en önnur viðlegupláss.

Hafnarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um kostnað við hverja flotbryggjueiningu, vinnu og efni til að koma henni fyrir og til notkunar.

Ljóst er að hafnarstjórn verður að huga að slíkum lausnum fyrir Fjallabyggðahafnir fyrir næsta fjárhagsár.

4.Gámaleyfi

Málsnúmer 1106046Vakta málsnúmer

Sverrir Sævar Ólafsson sækir um leyfi til að hafa frystigám í stuttan tíma á hafnarsvæði bæjarfélagsins.

Hafnarstjórn samþykkir leyfið til 1. september gegn greiðslu á gámaleyfi og er yfirhafnarverði falið að úthluta honum staðsetningu.

Lögð er mikil áhersla á að Sverrir gangi á undan öðrum sjófarendum í snyrtimennsku á hafnarsvæðinu en hafnarstjórn er með átak í gangi um bætta umgengni.

5.Skotleyfi á hafnarsvæðum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1106053Vakta málsnúmer

Steingrímur Óli Hákonarson f.h. Fiskmarkaðs Siglufjarðar sækir um leyfi til að láta skjóta vargfugl á bryggjum Fjallabyggðar þegar þörf þykir.

Hafnarstjórn telur rétt að verða við erindinu gegn því að Sverrir Júlíusson, kt.090465-4159 skotmaður hafi til þess leyfi frá sýslumanni og að fyllsta öryggis sé gætt.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að vargurinn verði hirtur.

6.Koma skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 1106055Vakta málsnúmer

Aníta Elefsen var boðuð á fund hafnarstjórnar til að ræða markaðssetningu hafnarinnar með tilkomu og áherslu á komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar.

Hún kom í raun á fundinn til að kanna áhuga Hafnarstjórnar á að taka þátt í verkefninu og samstarfi við Cruise Íceland og Síldarminjasafnið. Áætlað er að hver ferðamaður muni kaupa þjónustu fyrir um 11.000.- í hverri höfn og mun hver koma skila hafnarsjóði auknum tekjum.

Fram kom í hennar yfirferð að hingað komi að jafnaði tvö skip inn á Siglufjörð en á Grundarfjörð koma 12 skip og á Ísafjörð koma um 40 skip. Félagasamtökin setja ákveðið ársgjald kr. 150 þúsund og er eftir miklu að slægjast að hennar mati en forsenda fyrir árangri í markaðssetningu er að sækja sérstakar sýningar til að kynna verkefnið. Ákvörðun hafnarstjórnar byggir á þeirri forsendu að um langtímaverkefni sé að ræða.

Hafnarstjórn telur nauðsynlegt að kanna málið frekar enda er um að ræða hugsanlega aukningu heildarveltu og viðskiptum bæjarfélagsins. 

Hafnarstjórn leggur við bæjarráð að sótt verði um inngöngu og þátttöku í félaginu C. Iceland.

Hafnarstjórn telur rétt að tekið verði bindandi ákvörðun um framsetningu og þátttöku í verkefninu.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að senda aðila á vegum bæjarfélagsins til að taka þátt í kaupstefnu haustsins og markaðssetningu á vegum C.Iceland.

Hafnarstjórn telur rétt að koma áhuga hafnarstjórnar á framfæri við vinnuhóp bæjarstjórnar sem vinnur að verkefnininu um hafnsækna starfsemi til að fyrirbyggja þversagnir í ákvarðanatöku og framkvæmdum við uppbyggingu hafnarinnar.

Hafnarstjórn þakkar Anítu fyrir komuna, góða framsetningu og yfirferð.

7.Heimasíða Fjallabyggðarhafna?

Málsnúmer 1106056Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn tók til umræðu hugmynd um að koma höfninni inn á heimasíðu Fjallabyggðar. Þar væri hægt að setja upp umhverfi þar sem farið væri yfir það sem höfnin hefur upp á að bjóða.

Hafnarstjórn tók vel í hugmyndina og vísar henni til frekari vinnslu í stjórnkerfi bæjarfélagsins.

8.Lokun hafnarsvæða - maí

Málsnúmer 1105061Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála og er lögð áhersla á að ákvörðun hafnarstjórnar um lokun verði framfylgt, sjá fundargerð 32. fundar.

9.Staða verkefna

Málsnúmer 1102147Vakta málsnúmer

Bílastæði á hafnarsvæði Fjallabyggðarhafna.

Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagsnefndar að svæði norðan við hafnarvogina á Siglufirði verði útbúið - skipulagt undir bílastæði til að koma í veg fyrir mikla umferð á sjálfu hafnarsvæðinu.

 

Hreinsun innan hafnar.

Yfirhafnarvörður sagði frá hreinsun Óskarsbryggju, en búið er að taka þar vel til og lítur svæðið allt mun betur út. Eftir er að hreinsa svæði sem er í umsjá bæjarfélagsins og verður það þrifið.

Hafnarstjóri sagði frá hreinsunarátaki sem nú væri hafið á eyrinni sunnan hafnarsvæðis. Gámafélagið mun í næstu viku fara yfir svæðið og hirða allt járn sem skilið hefur verið eftir á svæðinu. Sú aðgerð kostar bæjarfélagið ekkert.Tæknideildin hefur unnið í að finna út hverjir eiga umrætt drasl og verður það fjarlægt á kostnað þeirra sem eiga.

Gámasvæði - lagfæringar á svæðinu næst athafnasvæði hjá fyrirtækinu BÁS ehf.

Á næstu vikum verður þetta svæði tekið fyrir og lagfært. Ætlunin er að hreinsa svæðið - setja malarpúða undir þá gáma sem fá þar stöðuleyfi gegn gjaldi.

Launaflokkar hafnarvarða - frestað.

Dýpkunarmælingar.

Lagðar fram teikningar af mælingum sem fóru fram 1. júni 2011. Í samtali við Sigurð Ás Gretarsson hjá Siglingastofnun koma fram að útboðsgögn væru nánast tilbúinn og ætlunin væri að útboðið færi fram um aðra helgi. Kostnaður er áætlaður frá 12 - 20 m.kr. og er hlutur Fjallabyggðarhafna þá 25% eða frá 3 m.kr. til 5 m.kr.

Hafnarstjórn telur eðlilegt að útboðið fari fram hið fyrsta.

Umhverfisstefna - frestað.

10.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1105018Vakta málsnúmer

Fundargerð deildarstjóra lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 6.6.2011

Málsnúmer 1106042Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.