Fyrirspurn um afgreiðslu styrkumsókna til sveitarfélagsins

Málsnúmer 1107005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 220. fundur - 05.07.2011

Baldvin Ingimarssyni ítrekar í tölvupósti sínum til bæjarfulltrúa Fjallabyggðar óskir foreldra leikmanna í 3 flokki KF umsókn um styrk og vísar í nokkrar afgreiðslur um styrki sem bæjarfélagið hefur veitt.

 

Bæjarráð hafði á 217. fundi sínum hafnað erindinu. Þar er og vakin athygli á því að félögin sæki um styrki þegar auglýst verður eftir þeim.


Bæjarráð áréttar fyrri afgreiðslu og tók þar fram "að allar umsóknir er varðar almenna íþróttastarfsemi er tekin við gerð fjárhagsáætlunar". 
Í samræmi við þessa vinnureglu hefur slíkum umsóknum verið hafnað hvort sem um er að ræða foreldra eða einstök íþróttafélög.

Undantekning er gerð á þessari megin reglu þegar um er að ræða einstaklinga búsetta í bæjarfélaginu sem er boðið að taka þátt í stórmótum f.h. Íslands eða sambærileg mót.

Samþykkt samhljóða.