Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Málsnúmer 1103025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 205. fundur - 08.03.2011

Bæjarráð óskar eftir fullnaðarumboði bæjarstjórnar til að ganga frá kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011.

Einnig fullnaðarumboði til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kjörstaðir verði tveir þ.e. í Tjarnarborg Ólafsfirði og í ráðhúsinu á Siglufirði. 

Bæjarráð leggur einnig til að kjörstaðir verði opnir frá kl. 10.00 til 20.00.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun hefjast 16. mars. 2011.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 209. fundur - 05.04.2011

Á fundi bæjarráðs var kjörskrá fyrir Fjallabyggð lögð fram til staðfestingar. Fjöldi kjósenda á kjörskrá eftir leiðréttingu er 1.598.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá.