Framlenging samnings um akstur og urðun sorps frá Fjallabyggð

Málsnúmer 1103103

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 208. fundur - 29.03.2011

Lagt fram erindi frá Íslenska gámafélaginu um framlengingu samnings um akstur og urðun sorps.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 209. fundur - 05.04.2011

Tekið fyrir erindi frá Íslenska gámafélaginu um framlengingu samnings um akstur og urðun sorps.
Vegna lokunar urðunarstaðarins á Glerárdal í Eyjafirði og opnun urðunarstaðar í Stekkjarvík hefur vegalengd sem aka þarf með sorpið til urðunar, lengst um 150 km, miðað við að ekið sé frá Siglufirði um Strákagöng.
Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings um eitt ár, með tilgreindum forsendum og felur bæjarstjóra að undirrita.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

Undirritaður viðaukasamningur við Íslenska gámafélagið lagður fram til kynningar.